Morgunn - 01.12.1972, Síða 69
RITSTJÓRARABB
147
út með gjöfum. Höfðu þeir að velja á milli eftirprentana af
tveimur málverka Einars Jónssonar, myndinni „Morgtmn“ og
mynd hans af Kristi.
Giftingarathöfnin og brúðkaupið gáfu ráðstefnunni sérstæð-
an blæ og sköpuðu dýpri tengsl milli þátttakenda en almennt
gerist á ráðstefnum. Upplifðu þeir hér í verki hin miklu áhrif,
sem þátttaka í helgisiðum getur haft á vitundarástand manns-
ins.
Skýrsla um ráðstefnuna mun birtast í Joumal of Transper-
sonal Psychology, Box 4437, Stanford, Califomia, 94303. Verð-
ur skýrslan einnig fáanleg hjá Rannsóknastofnun Vitundarinn-
ar í Reykjavík.
Fordómar og
fáfræði.
Jóhann Hjálmarsson, bókmermtagagnrýn-
andi Morgunblaðsins, skrifaði þann 17. ágúst
siðastliðinn umsögn um bók Þórbergs rithöf-
undar Þórðarsonar Frásagnir. Greinin hefst á furðulegri spurn-
ingu, sem tók átta línur að koma til skila. Hún er svona: „Var
Indriði Indriðason miðill fórnarlamb reykvískra kuklara, sem
með hinum svokölluðu tilraunafundum sínum á öndverðri þess-
ari öld freistuðu þess að ná sambandi við annan heim til þess
að bæta sér upp sambandsleysi við heim raunveruleikans?“
Engum getur dulizt hve mjög þessi langa spruning er lituð
fordómum spyrjandans. I henni er talað um „kuklara“, „svo-
kallaða“ tilraunafundi, og gefið í skyn, að rannsóknir á því
hvort látnir lifi hljóti að stafa af „sambandsleysi við heim raun-
veruleikans“.
Maður, sem þannig spyr á sjöunda tug tuttugustu aldar um
rannsóknir yfirskilvitlegra fyrirbæra, ætti að byrja á því að at-
huga, hvort samband hans sjálfs við raxmveruleikann sé í ákjós-
anlegu lagi!
Að vísu segir gagnrýnandinn að lesendur Frásagna Þórbergs
geti svarað þessari spurningu sjálfir með því að kynna sér sög-
una af Indriða miðli. Hins vegar virðist haim hafa takmarkaða
trú á dómgreind þeirra, því hann sér ástæðu til þess að gefa
þeim nokkrar vísbendingar um það, hvernig þeir eigi að svara
þessari hjákátlegu spurningu. Hann þykist vera þess umkom-