Morgunn - 01.12.1972, Side 70
148
MORGUNN
inn að gera gys að þeim látnu merkismönnum, sem hér koma
við sögu. Hann segir m.a.: „Vonandi hefur hann (þ.e. Indriði
miðill) einhvern tíma skemmt sér í viðskiptum sínum við hina
grafalvarlegu reykvísku andatrúarmenn, sem einhverra hluta
vegna voru oftast ávarpaðir á skandinaviskum málum og
frönskublendingi þegar þeir stunduðu „vísindalegar“ rann-
sóknir sínar. Á þessar raddir hlýddu þeir auðvitað sem heilaga
dóma.“
Þótt undarlegt sé finnst ekki orð i ritdómi þessum um af-
stöðu höfundar bókarinnar, Þórbergs Þórðarsonar, til rann-
sókna þessara, sem gagnrýnandi hneykslast svo á; enda er
liann á lífi og getur því svarað fyrir sig.
1 inngangsorðum (dags. 13. febrúar 1942) að bók sinni um
Indriða miðil kemst Þórbergur svo að orði m.a.: „Mér er einn-
ig kunnugt um, að það er gömul þjóðsögn, sem ýmsum mun
ennþá ljúft að trúa, að Indriði Indriðason hafi bara verið slung-
inn svikari, sem hafi vélt svo kænlega um nánustu vini sína og
aðra, er stóðu að tilraunafundunum, meira að segja vafið um
fingur sér jafn glöggum og gætnum mönnum og Einari H.
Kvaran og Guðmundi Hannessyni, sem flestir landsbúar munu
þó hafa talið talsvert nálægt því að vera meðal mestu vitmanna
þjóðarinnar í nokkra áratugi."
Þetta eru mennirnir, sem Jóhann Hjálmarsson gefur i skyn
með spurningu sinni að séu svo sambandslausir við raunveru-
leikann, að þeir þurfi að hæta sér það upp með tilraunum til
sambands við annan heim!
Og svo koma að lokum alvarlegustu dylgjurnar í þessu van-
þekkingarhjali, sem felast í þessum orðum hans: „ . . . enda er
það mál manna að tilraunirnar hafi spillt heilsu hans.“ (Það
er Indriða).
Ég geri ráð fyrir að mörgum þyki slíkur þvættingur varla
svara verður. Ekki verður þó hjá því komizt að mótmæla því,
þegar fram eru hornar órökstuddar, ódrengilegar dylgjur í
garð látinna sómamanna.
Hafsteinn Björnsson, sem frægastur hefur orðið íslenzkra
miðla og var á þessu ári til rannsóknar hjá erlendum vísinda-