Morgunn - 01.12.1972, Side 72
150
MORGUNN
Til fróðleiks og í upplýsingaskyni er stofnskráin birt hér, og er
hún þannig:
SKIPULAGSSKRÁ
fyrir minningarsjóð um Einar Hjörleifsson Kvaran, rithöfund.
1. gr. Sjóðurinn heitir Kvaransminni.
2. gr. Sjóðurinn er stofnaður af Elinborgu Lárusdóttur,
skáldkonu, til minningar um Einar H. Kvaran, rithöfund.
3. gr. Stofnfé sjóðsins er kr. 50.000.00 — fimmtíu þúsund
krónur —.
Sjóðinn skal ávaxta í verðtryggðum ríkisskuldabréfum eða
öðrum verðtryggðum eignum eða á reikningi i tryggum banka-
stofnunum. Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða né heldur
leggja hann við neina aðra sjóði. Nafni sjóðsins má heldur
aldrei breyta.
Við höfuðstól leggjast óskiptar allar gjafir til sjóðsins og tekj-
ur aðrar en vextir, sbr. 7. grein.
4. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja vísindamenn til rann-
sókna á merkum dulrænum fyrirbærum, sem gerast kunna hér
á landi, svo og til að kanna störf íslenzkra miðla og leiðbeina
þeim.
5. gr. Umsjón og varzla sjóðsins er falin þriggja manna
stjórn. Skal hún þannig skipuð, að stjórn Sálarrannsóknafélags
íslands tilnefnir einn mann og skal tilnefningin bundin við 3
ár, en niðjar Elinborgar Lárusdóttur og Einars H. Kvaran til-
nefna einn mann hvorir. Stjórnin skiptir sjálf með sér verk-
um árlega.
6. gr. Stjórnin ákveður styrkveitingar úr sjóðnum. Leita
skal umsagnar stjómar Sálarrannsóknafélags íslands um styrk-
veitingu hverju sinni, enda geri styrkbeiðandi grein fyrir
áformum sínum og skili greinargerð að lokinni rannsókn, hljóti
hann styrkinn.
7. gr. tJr sjóðnum má veita árlega og þá allt að % hlutum
vaxta sjóðsins næsta ár á undan, en þs hluti leggist ávallt við
höfuðstólinn. Eins má safna saman 80% ársvaxta allt að fimm