Morgunn - 01.12.1972, Page 76
154
MORGUNN
breytingar á húsnæðinu við Garðastræti 8, þannig, að úr sal
þeim, sem var í norðurhlutanum, voru gerð þrjú herbergi, og
hefur með þvi fengizt verulega bætt aðstaða fyrir miðla þá,
sem nú eru starfandi á vegum félagsins og þá að sjálfsögðu um
leið fyrir fundargesti er til þeirra koma. — Félagið hefur átt
því láni að fagna, að velunnarar þess ýmsir hafa fundið hjá sér
hvöt til að leggja því af mörkum fé til endurnýjunar húsnæðis
þess. — Á félagið þannig vísi að hússjóði fyrir sakir hugulsemi
þessara góðu manna. Þar sem félagið hins vegar er ekki fjár-
sterkt til stórátaka, eins og fram kom í sambandi við hugsaðar
breytingar á húsnæði þess, er full þörf fyrir að sem flestir, er
vilja og geta, leggi fram sinn skerf og styrki félagið og mál-
efnið. — Treystir félagsstjórnin á velvilja sem flestra í þessu
efni.
Fyrirlestra-
ferðalög.
Það hefur lengi verið ósk forráðamanna
SRFÍ, að hægt væri að leggja systurfélögun-
um úti um land til aðstoð i mynd fræðslu og
miðilsheimsókna. Gleðilegt er til þess að vita, að lítill vísir að
því varð nú í sumar; því auk þess sem Björg Ólafsdóttir, miðill,
fór í heimsóknir víða um land, fóru tveir af forvígismönnum
félagsins í heimsókn til Sálarrannsóknafélagsins á Egilsstöðum
og voru gestir á aðalfundi félagsins, er haldinn var í ágústmán-
uði. Fluttu þeir báðir fræðsluerindi á fundinum, og er það víst,
að þessi heimsókn, ])ótt liún léti ekki mikið yfir sér, varð for-
vígismönnum á staðnum til hvatningar og uppörvunar. Voru
þetta þeir Ævar R. Kvaran, ritstjóri Morguns og Sveinn Olafs-
son, varaforseti félagsins. Má einnig segja, að þetta hafi orðið
þeim sjálfum hvatning til að hafast frekar að í þessum efnum
síðar, þar sem svo ljóslega kom fram hver þörf er á framtaki í
þessum efnum vegna fólksins á landsbyggðinni. — Þess er að
geta, ennfremur, að Ævar R. Kvaran fór og heimsótti Sálar-
rannsóknafélagið á Isafirði í lok ágúst og flutti þar fræðslu-
fyrirlestur.