Morgunn - 01.12.1972, Side 77
ÆVAR R. KVARAN:
Martinus:
HEIMSMYNDIN EILlFA,
I. og II. bók.
Þýðnndi: Þorsteinn Halldórsson.
Otgefandi: Prentsmiðjan Leiftur h.f., Reykjavik.
Höfundur þessarar bókar, danski dulspekingurinn Martinus,
mun mörgum Islendingum að góðu kunnur. Hann hefur komið
hingað fimm sinnum og flutt hér erindi um kenningar sínar.
Um þetta rit sitt kemst höfundur svo að orði í formála: „Þessi
táknmyndabók er viðauki við Bók lífsins, það er að segja: við
aðalrit mitt um kosmiska byggingu lífsins, frumtök þess og lög-
mál. Hún hefur að geyma í samanþjöppuðu formi sjálfan
kjarnan í alheimsgreiningum þess rits, og niðurstöðurnar eru
skýrðar með kosmiskum táknmyndum.11
Þessari bók er sem sagt aðeins ætlað að veita fróðleiksfúsum
lesendum greinagott yfirlit yfir hina kosmisku heimsmynd,
sem byggð er á niðurstöðum aðalrits höfundar. Um hina kosm-
isku heimsmynd sína segir höfundur, að hún muni verða
mönnum framtíðarinnar sá grundvöllur, sem þeir byggi á
breytni sina og hegðan, vegna þess hve altæk og rökrétt hún sé.
En sú breytni sameinar manninn frumtóni alheimsins: kœr-
leikanum, og um leið lífinu sjálfu. Og fyrir þessa sameiningu
veitist manninum lausn frá hinum frumstæðu og myrku vit-
undarsvæðum hatursins, og hann nálgast það, að fullkomna
fyrirætlanir Drottins með þá lífveru, er nefnist MaSurinn í
mynd og líkingu GuSs.
Rit Martinusar eru mjög merkileg og athyglisverð hugleið-
ingarefni. En ekki verða þau lesin að neinu gagni nema hægt