Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 82
160
MORGUNN
af lýsingunni, eða þóttist vera viss um, að hann væri Sigurður
Pálsson, bróðir Árna prófessors. En ég sagði við konuna, að Sig-
urður hefði látizt á sóttarsæng. Hún brosti og mælti: — Hann
sýnir hér vatnsfallið, og ég sé vatnið drjúpa af fötum hans.
Ekki er um það að villast.
Ég spurðist síðan fyrir um dauðdaga Sigurðar læknis og
komst að raun um, að hann hafði drukknað í vatnsfalli i Skaga-
firði, í læknisferð.
Ég var Sigurði málkunnugur lítilsháttar. En honum kann að
hafa verið hlýtt til mín fyrir það, að ég lauk lofsorði á sunnu-
dagsræður föður hans — á prenti — þegar þær komu út fyrir
atbeina og tilstilli Sigurðar bóksala Kristjánssonar. Það er úti-
lokað, að skyggna konan hafi þekkt Sigurð Pálsson, né kynn-
ingu okkar. Hún hafði það eftir þessum læknum, að ég mundi
halda nokkurri sjón. En að vísu gat hún farið nærri um það
eftir líkindum.
Það, sem mér þótti merkilegt við þessar sýnir hennar, var sú
lýsing, sem hún gaf mér á læknunum, sem hún hafði aldrei séð,
né gat hafa vitað um, að ég hafði kynnzt.