Morgunn - 01.06.1983, Page 6
4
MORGUNN
eftir INGVA JÓHANNESSON, sem er víðlesinn maður
og margfróður.
Seinni greinin er eftir dr. JAKOB JÓNSSON. Dr. Jakob
samdi fyrstur manna hér á landi heildaryfirlit yfir aðferð-
ir og árangur vísindálegra sálarrannsókna. Það var bókin
,Framhaldslif og nútímaþekking", sem kom út árið 19 3 J/.
1 grein dr. Jakobs í þessu hefti MORGUNS lýsir hann,
hvernig sálarrannsóknir opnuðu á sínum tíma leiðir i
tvœr áttir, — annars vegar til óvísindalegrar starfsemi
áhugafólks, en hins vegar til kröfuharðrar dulsálarfrœði
nútimans. f
Einar H. Kvaran skrifaði formála að fyrrnefndri bók
dr. Jakóbs, og er ekki úr vegi að rifja upp lokaorðin:
„Bókin er rituð af heilbrigðum og hollum gagnrýnisanda.
Það er ekki litill kostur við hana. Skorturinn á gagnrýni
hygg jeg sje aðálhœtta sálarrannsóknamálsins hjer á landi,
eins og reyndar viða annarstaðar, en alls ekki sú mót-
spyrna gegn því, sem sumstaðar gerir vart við sig“. (Bls.
9).
1 siðustu grein þessa MORGUNS segi ég litillega frá
tilgátum tveggja eðlisfrœðinga, sem brotið hafa heilann
um eðli dulrœnna fyrirbœra.
í ritstjórarábbi er mœlt með góðum timaritum, en að
lokum eru fréttir frá Sálarrannsóknafélögum.
h