Morgunn - 01.06.1983, Síða 12
10
MORGUNN
illa fallið til rólegrar könnunar. Nú hefir þann yfirborðs-
óróa lægt og mér gefist tóm til að lesa bæði ritin gaum-
gæfilega. Árangurinn er eftirfarandi samanburður texta
úr samstæðum köflum beggja bókanna. Hann er ekki tæm-
andi, en nægir þó til að vekja spurningar, sem ekki er auð-
svarað, um tilurð miðilsbókarinnar, sem ég nefni hér eftir
Guðrúnarbók, skst. G. Skáldsögu Guðmundar Kambans,
Skálholt, nefni ég sömuleiðis af hagkvæmniástæðum
Kamban, skst. K.
Textadæmin eru ski’áð orðrétt, texti Kambans fyrr,
texti Guðrúnar síðar.1 2) Þess ber að geta, að mörg dæmin
um of náin rittengsl eru í svo umfangsmiklum texta, að
þau rúmast illa í dæmaskrá minni. Sumum verð ég því að
sleppa, en önnur stytti ég með þvi að fella úr setningar,
sem engu breyta um skyldleika textanna. Slík úrfelling er
ávallt auðkennd með . . . . Þá hefi ég stundum, til þess að
skrá mín um textadæmin lengist ekki úr hófi, látið mér
nægja að benda á of náinn skyldleika, án þess að taka
textana upp, en vísað til þeirra.
Eftir sjö fyrstu kaflana í Guðrúnarbók er skipt um sögu-
menn ,,að handan“. Brynjólfur biskup og Haraldur próf-
essor víkja úr þularstóli, en í stað þeirra kemur síra Þórð-
ur Jónsson í Hítardal (d. 1670). Upphaf frásagnar hans
(8. kafli) á sér ótvíræða hliðstæðu í I. kafla bókar Kamb-
ans. Á henni hefst samanburður minn.
III. HELSTU DÆMIN UM NÁIN RITTENGSL
1. Af stað í yfirreið-)
Karriban: „Klukkan er sex um morguninn, fimmtudaginn
2. ágúst 1660. Á suðurhlaðinu í Skálholti standa fimmtíu
1) Guðmundur Kamban: Skálholt I og II, Alm. bókafélagið, 1969.
Guðrún Sigurðardóttir: Ragnheiður Brynjólfsdóttir I og II, Skugg-
sjá, Hafnarfirði, 1973—74.
2) Yfirskrift dæmanna er mín. (Höf.).