Morgunn - 01.06.1983, Page 13
11
HEIMILDIH „AÐ HANDAn“
hestar undir mönnum, tjöidum og margskonar farangri.
Á hestbaki sitja þrettán menn, biskupinn með sex sveinum
sínum og jafnmörgum þjónum. . . . Hún [Ragnheiður]
stendur hér í hversdagskjólnum sínum, óbrotnum kjól úr
bláum Úlmardúk.“ Kamban [hér eftir K.] bls. 265.
Guörún: „Klukkan er sex að morgni. Það er glaða sól-
skin. Það er fimmtudagurinn 2. ágúst 1660. Fimmtíu hest-
ar standa búnir til ferðar á suðurhlaði Skálholts. Þeir eru
bæði með söðla og farangur á baki sér (74). Ragnheiður
Brynjólfsdóttir, sem nú er orðin 18 ára, trítlar eftir hlað-
inu í bláum kjól, ekki þó þeim fínasta, sem hún á. . . . Þegar
mennirnir 13 voru komnir til hesta sinna ...“ Guðrún bls.
75 [hér eftir G.].
2. Fregnin um lausaleikshörn Daða
Kamban: „Þóra Jasparsdóttir, kona undirbrytans, geng-
ur fram hjá henni.
Bærilegt fá þeir á fjöllin núna, segir Þóra.
Indælt, svarar jómfrú Ragnheiður.
Leiðinlegt að heyra þetta úr Eystrihrepp, segir Þóra.
Hvað þá?
Um hana Guðbjörgu.
Hvaða Guðbjörgu?
Sveinsdóttur.
Hvað um hana?
Það var maður að koma frá Mástungum.
Nú.
Nú, þér vitið það þá ekki, jómfrú mín, af hverju hún
Guðbjörg var send héðan í vetur?
Var hún send héðan? spyr jómfrú Ragnheiður forviða.
Þóra Jasparsdóttir sest seinlátlega á nýsópaða stéttina.
Hún finnur til andlegrar notasældar, og þessa tilfinning
gefur hún ekkert um að losa sig við fyrr en þarf. . . .
Jómfrú Ragnheiður sest hjá henni á stéttina.
Þeir sögðu honum [manni Þóru], að Guðbjörg hefði