Morgunn - 01.06.1983, Síða 14
12
MOHGUNN
eignast tvíbura heima hjá Þuríði föðursystur sinni í Más-
tungum á miðvikudaginn var, rétt um dagsetur.
Hvern lýsir hún föður að barninu? spyr jómfrú Ragn-
heiður.
Börnunum? leiðréttir Þóra Jasparsdóttir. .. . [Þóra
dregur sem lengst að svara beint].
Ragnheiður sprettur upp.
Ég get eins vel spurt móður mina að því, segir hún og
snýr sér við.
Það má geyma besta bitann svo lengi að hann úldni,
hugsar Þóra Jasparsdóttir, með líkingu frá soðbúrinu. Hún
þýtur upp og hrópar, rétt í hnakkann á jómfrú Ragnheiði:
Hún lýsir Daða Halldórsson föðurinn. . . .
Guð varðveiti þig, ef þú lýgur, segir jómfrú Ragnheiður
og gengur burt.“ K. 267—68.
Guðrún: „Ragnheiður er búin að sópa þrjár stéttar, þeg-
ar alit í einu birtist kona ekki gömul. Hún gengur til henn-
ar og segir:
Góðan dag, jómfrú góð.
Góðan dag, Þóra.
Því kom jómfrúin ekki til morgunbæna í morgun ....
En Ragnheiður Brynjólfsdóttir, á ég að segja þér nýj-
ustu fréttirnar?
Og Þóra Jasparsdóttir sest á stéttina og pírir augun á
móti sólinni. Ragnheiður stendur með sópinn í hendinni
og horfir á Þóru.
Þóra, móðir mín, sagði rétt áðan, að ég mætti ekki hlusta
á slúðursögur.
O, biskupsfrúin veit, hún veit, Ragnheiður mín, hún veit
það, ég segi þér satt, hún veit það.
Hvað veit móðir mín?
Ragnheiður mín, það kom maður frá Mástungu í morg-
un. Hann kom með fréttirnar. Hann hitti fyrst Eyjólf
heillstoð, og svo kom hann inn í eldhúsið tii okkar og vildi
finna Svein gamla Sverrisson og gerði boð fyrir hann ....