Morgunn - 01.06.1983, Page 15
HEIMILDIR ,,AÐ HANDAN*' 13
Ragnheiður, það fæddust tvíburar í Mástungu í nótt.
Guðbjörg Sveinsdóttir átti þá.
Hún Guðbjörg Sveinsdóttir átti tvíbura í Mástungu í
nótt. Hvers vegna?
Hvers vegna eiga konur tvíbura? Ert þú svo einföld
Ragnheiður Brynjólfsdóttir, að þú vitir það ekki? . . .
Þóra, ég er ekki svo einföld, að ég viti það ekki, en
hverslags dylgjur eru þetta. Getur þú ekki sagt mér sann-
leikann eins og hann er?
[Þóra segir henni nú sömu sögu og biskupsfrúin hjá
Kamban].
Hver er þá faðir að þessum börnum?
Veist þú það ekki?
Hvernig ætti ég að vita slíkt, Þóra, þar sem ég veit ekki
einu sinni, að Guðbjörg átti von á barni? Er þetta ein-
hver vinnumannanna? Aumingja Guðbjörg, hún hlýtur að
eiga bágt.
[Svar Þóru óvinsamlegt].
Hver er faðir að barninu?
Segðu heldur börnunum, Ragnheiður, þvi þau eru tvö.
Ég held þú kunnir ekki að tala.
Þóra, hverju ertu að leyna mig?
Farðu til hennar móður þinnar, biskupsfrúarinnar, og
spyrðu hana.
Það skal ég gera, Þóra.
Ég get sagt þér, hver á börnin, það er Daði Halldórs-
son.
. . . Ef þú lýgur að mér, Þóra Jasparsdóttir, þá skal guð
hegna þér.“ G. 83.
3. Ragnhciðiir komin lil Bræðratungu
Kamban: „Jómfrú Elín fer allt í einu að tala um Daða.
Hann er fallegasti maður, sem hún hefir séð, hefir hann
aldrei reynt að kyssa hana?
Nei, nei, er hún alveg frá sér, jómfrú Elín?“ K. 277.