Morgunn - 01.06.1983, Page 22
20
MORGUNN
fram hendurnar til að taka á móti hinni kvalafullu refs-
ingu undan pálmastikunni, fékk hann tvöfalda hirting fyrir
svo egnandi, svo óþolandi geðleysi. Það bar enn til í þriðja
sinn, en þegar sonurinn rétti enn fram hendurnar ... þá
reis upp í brjósti Brynjólfs Sveinssonar alda angurblíðrar
örvæntingar, hann gekk hljóður út ...“ K. 314.
Guðrún: „Meistari Brynjólfur reis úr rekkju, gekk að
fangelsisdyrum sonar síns og opnaði þær. 1 annarri hend-
inni hélt hann á hrísvendi, í hinni hendinni hélt hann á
pálmastikunni. Hann lokaði dyrunum vandlega. Halldór
gekk á móti honum. . . . Meistari Brynjólfur stóð á miðju
gólfi. Hann tók pálmastikuna og skipaði syni sínum að
rétta fram hendurnar. Halldór gerði það án þess að segja
orð. Brynjólfur sló þung högg sitt í hvorn lófa með pálma-
stikunni. Halldór roðnaði undan höggunum, en ekkert orð
kom af vörum hans. Hann lét hendurnar falla, en um leið
og hann hafði látið þær falla, rétti hann þær fram aftur.
Meistara Brynjólfi fannst þetta vera ögrun og sló aftur.
Halldór lét hendurnar falla aftur og rétti þær fram í þriðja
sinn. Þá var meistara Brynjólfi nóg boðið. Hrísvöndurinn
féll úr hendi hans og pálmastikan einnig. Hann horfði á
son sinn, sem rétti honum hendur sínar til hirtingar, en
sagði ekki orð.“ G. 119.
14. Einn máti að leggja orðróminn fyrir biskup
Kamban: ,,Ég hef hugsað vandlega um þetta mál, segir
hann loks. Það er ekki til nema einn máti að leggja það
fyrir biskup.
Hver er hann? spyr Oddur þegar síra Sigurður þagnar
aftur.
Hann er sá, svarar síra Sigurður nú undireins, að við
teljum jómfrú Ragnheiði það nauðsynlegt, að hún hrindi
slíkum orðrómi með eiði fyrir dómkirkjunnar dyrum.
Oddur sprettur upp úr sæti sínu, hann hálfstamar á
orðunum: