Morgunn - 01.06.1983, Síða 23
21
HEIMILDIR „AÐ HANDAN“
Það getur maður ekki ráðið honum til — því getur mað-
ur ekki búist við — það gerir hann aldrei — það veistu
líka sjálfur — það getur þú ekki heimtað af honum né
dóttur hans.“ K. 331.
Guðrún: „Hann gengur til Odds. Þeir setjast og taka tal
saman, en í óróleika sínum stendur Sigurður á fætur og
gengur um gólf, uns hann staðnæmist fyrir framan Odd
og segir:
Eina leiðin er, að Ragnheiður Brynjólfsdóttir sverji að
hún sé saklaus af öllum karlmönnum.
Oddur rýkur upp, lemur saman hnefunum frammi fyrir
Sigurði og æpir:
Aldrei að eilífu, aldrei. Þú leggur hana ekki svo lágt.“
G. 121.
15. Tillaga síra SigurSar um eiðinu
Kamban: „Hann bíður lengi eftir svarinu, þar til loks
síra Sigurður segir:
Hvort sem annað eður bæði verða látin fara burt af
heimilinu, blæs það einungis nýju lífi í umtal manna hér
í Skálholti. Ekki upprætir það illmælgina, heldur þvert
á móti.
Þetta óvænta svar kemur biskupi í vandræði.
Annað er þó ekki hægt að gera, segir hann.
Síra Sigurður svarar rólega:
Það er hvorki á yðar valdi né mínu, né nokkurs annars
en jómfrú Ragnheiðar sjálfrar að niðurslá þessu rikti. Og
það getur hún aleinasta gert með opinberum eiði.
Brynjólfur biskup hvítnar upp.“ K. 343.
Guðrún „Hvað ætlar þú þá, Sigurður Torfason, að ráð-
leggja mér að gera i þessu máli?
Það er alveg eins og Valgerður veislukerling sagði, að
bak við grímu Sigurðar Torfasonar bjó eitthvað dulið. Það
kom blik í augu hans, um leið og hann svaraði biskupi:
Ja, ég hef nú ekki leyfi til að segja biskupinum í Skál-