Morgunn - 01.06.1983, Page 27
25
HEIMII.DIR ,,AÐ HANDAN“
19. Grund í Skorradal
Kamban: „Hann hefur keypt þar fyrir mörgum árum
stóra, óræktaða landspildu, milli vatns og fjalls, nú er
ræktað hér tún, nú standa hér vegleg hús, nærri fullbú-
in .. . hér á heimili Margrétar Halldórsdóttur og Ragnheið-
ar að vera, ef hann fellur frá.“ K. 394.
Guðrún: „Á morgun fer ég til Skorradals, á morgun
fer ég að skoða Grund í Skorradal, sem ég keypti handa
þér og Ragnheiði dóttur minni, ef eitthvað henti mig.“
G. 232.
20. Fréttir af Alþingi
Kamban: „Síra Sigurður Torfason lenti hér í illyrðum
út af málum föður síns, það voru mest umtöluðu mál á
þinginu. En annars hafði síra Sigurður fengið góðar fréttir
með skipunum. Þormóður bróðir hans var orðinn kóng-
legur historiograf og hafði bústað í sjálfu slotinu. Síra
Sigurður ætlaði að sigla í sumar og leita báðum þeim feðg-
um uppreisnar hjá kónglegri majestet.“ K. 404.
Guðrún: „Hann Tsíra Sigurður] bar mál sitt upp á þingi.
Það voru einhverjir fjármunir í sambandi við eigur föður
hans. Bróðir hans úti í Kaupmannahöfn er orðinn skrifari
í konungshöllinni og það er sagt, að Sigurður Torfason
sé að sigla með næsta skipi og Þormóður Torfason, bróðir
hans, sé búinn að koma honum inn undir hjá konungi,
og þá er Sigurði borgið.“ G. 252.
21. Eiður tJlfhildar
Kamban: „Jú, eitt skeði þar enn, sem ég var nærri búinn
að gleyma. Úlfhildur í Nesi sór á Alþingi fyrir alla menn
nema sinn sáluga ektamaka, séra Stefán Hallkelsson.
Úlfhildur í Nesi? endurtekur Ragnheiður höggdofa. ...
Hver krafði Úlfhildi til þessa eiðs, spyr Ragnheiður.
Síra Snjólfur, sálusorgari hennar.
Ragnheiður kinkar kolli án þess að segja neitt. Rétt á