Morgunn - 01.06.1983, Side 28
26
MORGUNN
eftir dettur henni í hug: Ætli faðir minn hafi beðið sira
Árna að segja mér þetta til huggunar?“ K. 405.
Guörún: „Það komu fleiri nöfn og eiðar, meira að segja
Úlfhildur í Nesi, hún var látin sverja sinn eið á þingi,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir. Faðir þinn, biskupinn í Skál-
holti, var því ekki samþykkur, en Snjólfur prestur skipaði
það, og það var ekki hægt að standa á móti honum. ...
Vildi faðir minn kannski hlífa Úlfhildi við eiðnum, en
láta dóttur sína sverja? Þetta ætti hann að fá að vita, að
ég hefði mælt, vegna þess að mér finnst hann fara í svolítið
manngreinarálit." G. 252.
22. Krafist vitnisburðar
Kamban: „Hvað gerðist fleira á Alþingi? spyr hún.
Það var tekinn þinn vitnisburður af Marteini Rögn-
valdssyni.
Nú, hvað hafði hann sagt?
Það hafði bara heyrst eftir honum á þinginu, að ef hann
þekkti þig rétt, létir þú engar hótanir hræða þig.
Var það þessi vitnisburður, sem var tekinn af honum?
spyr hún hæðnislega.
Það voru þessi ummæli, heyrð á skotspónum, svaraði
síra Árni, sem föður þínum þótti nægja til að heimta af
honum þinn vitnisburð. Og það stóð ekki á honum.“ K. 406.
Guörún: „Marteinn Rögnvaldsson sagði, og það barst til
eyrna föður þíns, að hann tryði því aldrei, að Ragnheiður
Brynjólfsdóttir léti nokkurn tíma beygja sig, og Marteinn
Rögnvaldsson var kallaður fyrir þingheim og átti að taka
orð sín aftur.
Og gerði hann það, Árni Halldórsson?
Nei, Ragnheiður. Hann sagði við meistara Brynjólf:
Þessi orð tek ég aldrei aftur. ...
Ég er glöð yfir því að láta þig vita það og föður minn
líka, að Marteinn Rögnvaldsson stóð þó með mér á þingi.“
G. 252-53.