Morgunn - 01.06.1983, Page 29
27
HEIMII.DIR „AÐ HANDAn"
Meö sama framhaldi lengist þessi skrá úr hófi. Samt er
œskilegt að rittengslin séu rakin til loka bókar Kambans.
Ég vel því hér eftir þann meðalveg að geta margra tengsla
án þess að sýna orðrétt dœmi, en tek önnur upp í heild,
einkum skemmri texta. Nokkra samhljóða texta felli ég
niður.
23. Daði vill fá prestvígslu, biður föður simi um liðsinni
Gamli prófasturinn tekur því ólíklega, stríðir Daða,
minnir m.a. á legorðssök hans. — Ótvíræð rittengsl. Sbr.
K. 407. G. 254-55.
24. Vígsla Daða áformuð
Viðtal Daða og biskups eins í báðum gerðum, t.d. sömu
dagsetningar nefndar, hugleitt fram og til baka: „1. Aug-
usti, segir Daði, fæddust börn Guðbjargar.“ (K. 412.). —
„Ef við segjum fyrsta ágúst? Nei, nei, þá fæddust börnin
hennar Guðbjargar.“ (G. 259).
25. Vígsluveislan
Kamban: „Hún skal standa fyrir veislunni minni ...
Það er yður ólíkt, jómfrú Ragnheiður mín, að vera að
skopast að gamalli og fátækri konu.
Ef þú stendur upprétt, þegar ég giftist, þá skal ég nú
samt efna loforð mitt, þú hefir alltaf borið af mér blak.
En þess getur orðið langt að bíða. En ef guð lofar, lifir
þú mánuðinn út. Á sunnudaginn annan en kemur, sjöunda
sunnudag eftir trinitatis, á að vigja Daða Halldórsson til
prests, þá verður veisla hér í Skálholti, og henni ætla ég
að biðja þig að standa fyrir. Veislan á að fara vel fram,
og ég treysti engum eins vel.
Valgerður lítur ekki á Ragnheiði, hún litur á Eyjólf,
því að þetta, sem hún heyrir þarna, getur einhvern veginn
ekki verið rétt.“ K. 416.