Morgunn - 01.06.1983, Side 30
28
MORGUNN
Guðrún: „Það á að verða veisla í Skálholti tuttugasta
og áttunda júlí. Viltu hjálpa mér, Valgerður mín?
Er ég nú ekki aldeilis hissa, Eyjólfur? Hefir þú nokkurn
tíma heyrt annað eins? Ég á enn að fara að halda veislu í
Skálholti, afgömul kerlingarhrota komin að dauða. Nei,
Ragnheiður, vertu nú ekki að gera gabb að gamalmenninu.
Valgerður mín, ég mundi aldrei gera gabb að þér, mér
þykir alltof vænt um þig til þess, en þú getur hjálpað mér.
Mig langar svo mikið til, að þessi veisla verði stór og
myndarleg.
Ekki ætlar þú þó að fara að gifta þig? . . .
Valgerður mín, það er ekki gifting. Ég gifti mig ekki
strax, og ef til vill held ég aldrei neina brúðkaupsveislu,
en þetta er stór veisla samt. Það á að vígja Daða Hall-
dórsson til kapelláns í Hruna.“ G. 263.
26. AS vígslulokum
Kamban: „Þegar þær ganga á eftir heim kirkjustéttina,
hvíslar jómfrú Elín yfir öxl hennar:
Ef öllum færi skrúðinn eins vel og síra Daða, mundi
ég bara vilja eiga prest.“ K. 419.
Guðrún: „Þegar þær gengu heim traðirnar, sagði Elín
við Ragnheiði:
Ef öllum nývígðum prestum færi eins vel hempan og
Daða, þá held ég, að ekki yrðu margar ógiftar á lslandi.“
G. 267.
27. Yfirreið liafin
Karnban: „Yfirreið biskups er í þetta sinn um suð-
vesturland, síra Árni fylgir honum í Borgarfjörð og snýr
þar aftur, lengur má hann ekki vera burtu frá embættinu,
en annars eru í för með honum Oddur Eyjólfsson, bræðr-
ungarnir Halldór Brynjólfsson og Árni Jónsson og fleiri
sveinar." K. 421.