Morgunn - 01.06.1983, Síða 33
31
HEIMILDIR „AÐ HANDAn“
Já, hvert áttu að fara, Ragnheiður Brynjólfsdóttir?
Það þorir enginn að taka mig. Það óttast allir föður
minn.
Ekki ég, Ragnheiður Brynjólfsdóttir. Ég tek þig, ef þú
vilt koma.“ G. 285.
30. Samþykki hiskupsfrúarinnar
Viðureign Helgu við Margréti er að efni og uppbygg-
ingu eins hjá báðum höfundum. Helga höfðar til langrar
vináttu þeirra, en þegar það dugir ekki, minnir hún á fyrir-
hugaðar mægðir; Sigríður dóttir hennar sé heitin biskups-
syni, en för hans til erlends háskóla hafi nú dregist úr hófi.
1 þessu þykist Margrét sjá enn meiri hættu og samþykkir
brottför Ragnheiðar. Sbr. K. 436—38. G. 286—87.
31. Brottför Kagnheiðar
Kamban: „Ragnheiður er í reiðhempu úr brúngulu filti-
motti, eins og það er kallað . . . og Daði stendur við trað-
arendann heima með mörgu fóiki og horfir iöngum augum
á eftir þessum brúnföla lit. . . .
Ragnheiður lítur aldrei við. ...
Daginn eftir ríður hann að Hruna.“ K. 439.
Guðrún: „Þær ríða úr hlaði. Ragnheiður er í fölgulri
yfirhöfn. Það síðasta, sem Daði Halldórsson og Árni Hall-
dórsson sjá, er þessi föli litur, sem hverfur sjónum þeirra.
. .. Ragnheiður Brynjólfsdóttir leit aldrei til baka.
Daði Halldórsson reið að Hruna daginn eftir.“ G. 289.
32. Biskupshréf til Hrunafeðga
Síra Halldór lætur sem bréf biskups sé til þeirra beggja,
en snerti þó einkum soninn. Daði er á glóðum, og síra Hall-
dór skarar miskunnarlaust að. Lokasetning beggja höf-
unda. „Hann langaði mest til að slá föður sinn.“ Ótvíræð
rittengsl. Sbr. K. 443. G. 302.