Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 35
33
HEIMII.DIR „AÐ HANDAN*'
35. Undni öklinn
Helgu í Bræðratungu hefir borist njósn, að biskups-
hjónin komi óvænt í heimsókn. Til þess að dylja fyrir þeim
þungun Ragnheiðar, reifar Helga fót hennar, skipar henni
í sæng og segir hana hafa hrasað á hálku og undist í öðr-
um öklalið.
Kamban: ,,Má ég sjá fótinn? segir faðir hennar.
Helga Magnúsdóttir lyftir sjálf upp sænginni við fóta-
gaflinn. Án þess að mæla orð leysir meistari Brynjólfur
sjálfur upp reifarnar. Og án þess að mæla orð horfir hann
lengi á báða fætur hennar. Svo styður hann hægt á annan,
hún kippir honum upp.
Ekki er þér þó illt í þessum fæti, segir hann.
Yður er svo kalt á hendinni, svarar hún.“ K. 452—53.
Guörún: „Satt er það, matróna Helga, en fyrst langar
mig til að sjá fót dóttur minnar.
Það er velkomið, meistari Brynjólfur.
Matróna Helga gekk að fótagafli Ragnheiðar og lyfti
upp sænginni. Fóturinn var reifaður frá tá upp fyrir ökla-
lið. Meistari Brynjólfur tók fótinn og skoðaði hann í krók
og kring og studdi á hann.
Finnur þú til þarna? Finnur þú til þarna?
Nei, faðir minn, ég finn bara ekki til. Ég er alltaf að
segja frænku minni, að ég finni ekki til.“ G. 312.
— Hjá báðum höfundum vill Ragnheiður fá að fara á
fætur, en báðir láta Helgu banna það og biskup fellst á
það. Ötviræð rittengsl.
36. Silfurspennur langömniu
1 þessari sömu heimsókn afhendir biskupsfrúin Ragn-
heiði erfðagrip.
Kamban: „Við erum hér með lítinn hlut til þín, ... svo
nú er þér sendur mætasti minjagripurinn úr hennar eigu
— sex pör fornar víravirkisspennur, sem móðir hennar
3