Morgunn - 01.06.1983, Síða 36
34
MORGUNN
átti áður, sáluga Guðrún Árnadóttir á Hlíðarenda. Þú átt
að bera þær eftir ömmu þína.“ K. 450.
Guðrún: „Ég er hérna með dálítið úr dánarþúi Halldóru
ömmu þinnar. Það eru sex víravirkisspennur úr skíru
silfri, sem Guðrún langamma þín frá Hlíðarenda átti og
voru i eigu móður minnar, en eru þér nú færðar sem gjöf
frá hennar stóru ætt.“ G. 317.
37. Veðurlýsing
Kamban II: ,,Fólk vaknar upp í Bræðratungu snemma
á öskudagsmorgun, 12. febrúar 1662, við eldingar og þrum-
ur yfir hvíta jörð.“ K. II, bls. 7.
Guörún: „Það var kominn 12. febrúar. Það var ösku-
dagsmorgun. Fólkið í Bræðratungu vaknaði við ógurlegan
veðurdyn og þyt í lofti.“ G. 322.
38. Fæðist drengur
Kamban II: „Svo rennur upp laugardagurinn 15. febrú-
ar. . . . Það er enginn stóll svo stór í Bræðratungu — nema
fæðingarstóllinn, og ekki hefir það verið hann. . . . Það
sem jómfrú Elín ber undir arminum, minnir á ungbarns-
líkkistu. Þriðja stúlkan, sem kemur að, þekkir hlutinn á
laginu: Það er stærsta eirmundlaugin á bænum. En því
má það ekki sjást?
.. . haldinn forvitinn vörður í myrkrinu undir suður-
gafli þýska hússins. Ein stúlkan hefir, þegar hún gekk fram
hjá, heyrt nýfætt barn hljóða. ... Úlfhildur heitir hún, og
hún hefir sjálf átt barn fyrir tólf árum, og þá hefir mat-
rónan tekið hana að sér af sinni manngæsku.“ K. II: 9.
Guðrún: „Helga hafði hraðan á. ... Hún skipaði Elinu
að ná í Guðjón gamla vinnumann og segja honum að sækja
stólinn. Hún átti að segja honum, að hún ætlaði að nota
stólinn við handavinnu. ... Hún tók með sér eirkerið, sem
börnin hennar höfðu verið lauguð upp úr. ... Á leiðinni
mætti hún engum, svo var guði fyrir að þakka.