Morgunn - 01.06.1983, Side 37
35
HEIMILDIR „AÐ HANDAN“
[Samt fór vinnukonurnar að gruna margt]. ... og nú
stóðu þær í ganginum við hliðina á þýska húsinu og hlust-
uðu. Það barst eitthvað þarna að innan, sem þær ekki
skildu.
[Matróna Helga birtist og ávítar þær harðlega]. Er ekki
nótt? Hvað eruð þið að vilja hér? . .. og meira að segja
þú, Úlfhildur, sem fæddir þitt barn hér fyrir tólf árum og
ég hef hjálpað síðan — þú getur lagst svo lágt að standa
á hleri við dyr húsmóður þinnar. Þú ættir að skammast
þín.“ G. 324.
39. Jómfrú Glin tekur á nióli síra Torfa
Orðum og athöfnum þeirra lýst eins í báðum gerðum
bókar. Sbr. K. II: 10. G. 327.
40. Kaðnir sendiboðar á biskups fiiml
Kamban II: „Yður hefur þótt mikið liggja við, matróna
Helga, segir prófasturinn.
Hún sest á rúmið við hlið hans og segir:
Ragnheiður Brynjólfsdóttir hefir nú fyrir stundarrúmi
alið hér barn.
Presturinn blínir fyrst lengi á hana, svo tekur hann
hendinni fyrir augun.
Guð almáttugur miskunni oss, segir hann lágt. ...
Veit biskupinn ekkert? spyr hann.
Engin veit neitt nema ég og Elín dóttir mín. En engan
læt ég fara hér út fyrir túngarð á morgun, heimamann
eða gest, fyrr en sá er riðinn af stað í Skálholt, sem verður
að flytja meistara Brynjólfi þessi tíðindi.
Það verðið þér sjálf að gera, göfuga matróna, segir
síra Torfi.“ K II. 12.
Guörún: „Þú ríður að Skálholti og nærð biskupi um
leið og hann gengur úr kirkju.
Til hvers, matróna Helga.