Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 38
36
MORGUNN
Til þess, séra Torfi Jónsson, að segja honum, að Ragn-
heiður Brynjólfsdóttir fæddi son 15. febrúar.
Guð almáttugur hjálpi okkur, matróna Helga! Hvað
getum við gert? Að Skálholti fer ég ekki. ...
Því getur þú þetta ekki sjálf?“ G. 328.
41. 1 báðum gerðum sögunnar leggur Helga fast að síra
Torfa og hann lætur að lokum undan. 1 báðum minnist
hann á eið Ragnheiðar, í báðum kveður hann hana með
kossi. Sbr. K. II. 11-13. G.327-29.
42. Fregnin flutt biskupi
Kamban II: „Með hvössu augnaráði beindu að sira Torfa,
þessu augnaráði, sem þolir engan drátt, sest meistari
Brynjólfur hægt í stólinn sinn. Hann spyr einskis, augun
skipa. . . .
Við komum frá Bræðratungu, herra, segir hann [síra
Torfi] loks, nærri óvitandi og lítur niður.
Ragnheiður! hvíslar biskup. Og svo í hvössum róm: Eng-
ar málalengingar, hvað er að? . . . [Torfi á örðugt um mál].
Og þegar ég kom þar, herra, nokkru fyrir miðaftan í
gærkveldi, hafði Ragnheiður dóttir yðar alið þar barn.
|Löng lýsing á örvilnunarástandi biskups, uns hann
segir]:
Mala domestica majora sunt lacrymis." K. II. 15—16.
Guðrún: „Hann lítur hvasst á Torfa, sem ekki þorir að
horfa i augu biskups. Þórður hjálpar honum úr hempunni.
Viltu ekki setjast, frændi minn?
Séuð þið með ill tíðindi, er best að taka þeim standandi.
Ef þú tekur þessum tiðindum rétt, frændi minn, þá eru
þau ekki ill, það er hægt að taka þau á tvo vegu.
Ég vil engar málalengingar.
Það er eins og séra Torfi ætli að kafna. Hann veit ekki,
hvað hann á að segja. Biskupinn sest í stólinn og bíður.
Séra Torfi stynur.