Morgunn - 01.06.1983, Page 41
HEIMILDIR „AÐ HANDAN“ 39
og ég skal standa sjálf fremst í flokki, óhrædd að mæta
þér, með hvaða sverð sem þú verður.“ G. 11,30.
47. Hápunktur samræðunnar verður í báðum gerðum sög-
unnar, þegar matróna Helga opnar „myrkasta launkofa
sinnar samvisku.“ Ég nefni aðeins sameiginlegu atriðin:
Báðir höfundar segja hana giftast sextán vetra gamla,
báðir lýsa ástúðarfullri tillitssemi brúðgumans, nokkur
ár líða í dýrlegri ástarsælu, uns eiginmaðurinn deyr, báðir
lýsa freistingum holdsins, sem sækja að ungri ekkju. „Það
er lagður þungur kross á samvisku hverrar konu, sem
vakin er til þekkingar á ástinni og þar eftir dæmd til ein-
lífis.“ (sbr. K. II, 40—43). — „En svo deyr hann frá mér
ungri og óreyndri. Þú veist, að þegar kona er vakin til
ásta, þá er í raun og veru búið að opna allar lindir hennar
innra manns. Sálin kallar jafnt sem líkaminn á sameiningu
anda og efnis“ (sbr. G. II, 33—34).
48. Kugnheiður hverfur heim
Kamban II: „Nákvæmlega viku síðar, hinn ákveðna dag,
föstudaginn 18. apríl, stendur Ragnheiður Brynjólfsdóttii'
í reiðhempu sinni úr brúngulu fillimotti, reiðubúin, eða
öllu heldur knúð til að yfirgefa þá fjóra veggi. ... Fyigd-
armaðurinn lyptir henni upp í söðulinn, eins og þungu,
dauðu bákni. Þau ríða af stað.“ K. II, 72—73.
Guörún II: „Svo gengur Ragnheiður að hestinum, en þá
er mátturinn þrotinn og einn vinnumaðurinn lyftir henni
í söðulinn. Hún ríður frá Bræðratungu eins og hún reið
forðum frá Skálholti, og fólkið stóð á hlaðinu og horfði
á gulbrúna yfirhöfnina fjarlægjast." G. II, 62.
49. Aðkoman í Skálliolti
Kamban II: „Úti á hlaðinu standa skólameistarinn og
kirkjupresturinn til að taka á móti þeim. Ragnheiður