Morgunn - 01.06.1983, Side 42
40
MORGUNN
sprettur sjálf af baki, Oddur Eyjólfsson hjálpar matrón-
unni úr söðlinum.
Er von á síra Torfa í kvöld? spyr Helga Magnúsdóttir
lágt.
Hann er þegar kominn, hvíslar skóiameistarinn.
. .. Það undrar hana [Ragnheiði] snöggvast, hvað fólk
hér á staðnum er óforvitið, þangað til hún fer að taka eftir
andlitum bak við allar rúður og hurðir, þá skilur hún, að
því veldur æðra bann að hlaðið er autt.“ K. II, 75.
Guðrún II: „Þær koma að Skálholti. Úti á hlaðinu stend-
ur Árni Halldórsson. Enginn annar sést, og Ragnheiður
hugsar með sér: hvar er hið forvitna vinnufólk í Skálholti?
En þegar hún athugar betur, þá sér hún andlit í gluggum
og gættum. Allsstaðar eru einhverjir á gægjum, en hún
lætur sér ekki bregða.“ G. II, 62.
„Er Torfi prófastur hér?
Já, Helga Magnúsdóttir, hann er hér.“ G. II, 63.
50. Ragnheiður gengur fyrir foreldra sína
öllum atvikum lýst með sömu orðum í báðum gerðum
sögunnar, allt fram að því, er yfirheyrslan hefst. Þar skil-
ur á milli gagnstæður skilningur höfundanna á eiði Ragn-
heiðar. Sbr. K. II, 77-83. G. II, 63-65.
51. Staðfesting sáttaskilmálans
Kamban II: „Ég vil setja rækilega á mig skilmála yðar,
faðir minn, má ég lesa þá sjálf?
... Hann réttir henni skjalið og segir henni að lesa það
inni í ónstofunni.
... Nú er hún í Skálholti, og hér á hún að varast hopp
og hí. Hún sprettur upp með skjalið í hendinni, um leið
og hún stappar í gólfið, eins og ær á móti hundi, með lamb
sitt undir júgrinu. ...
Þennan sáttmála, faðir minn, er ég reiðubúin að hand-
sala, undirskrifa og halda.