Morgunn - 01.06.1983, Side 44
42
MORGUNN
Komdu, Ragnheiður. ... Allt í einu stöðvast gráturinn, og
Ragnheiður lítur upp társtokknum augum:
Steinunn, hver á barnið, sem grét? Ég heyrði það út um
gluggann í bæjarsundinu.
Ragnheiður mín, Ingibjörg Magnúsdóttir.
Ingibjörg Magnúsdóttir. Hún fær að hafa barnið sitt, en
ég, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, fæ ekki að sjá mitt barn.“
G. II, 83.
53. Gömul festarmái
Kamban II: ,,En ef guð kallar móður þina héðan á undan
okkur báðum, þá vil ég nú heyra sjálfs þín orð, svo ég sé
frjáls til annarra ráðstafana, fyrir utan allar eftirtölur og
bakköst. Þú ert of góður til að segja nei.
Biskup veitir honum ekki tíma til að svara, hann stend-
ur upp og tekur undir höku hans:
Og þú ert ekki of góður til að segja mér það með opnum
hviklausum augum.
Gísli Vigfússon kannast við þennan hræðilega vana
biskups frá skólavist sinni í Skálholti, að taka undir höku
piltanna og horfa í augu þeirra, meðan hann krefst með-
kenningar. .. .
Gísli Vigfússon stynur upp:
Ég veit ekki herra, hvernig færi, ef ég hitti Daða Hall-
dórsson.
Áhrifin af svarinu ljósta mæðginin felmtri. Meistari
Brynjólfur hrekkur við og fölnar upp.“ K. II, 168—69.
Guðrún II: ,,Ég á erindi við þig, Gísli.
Þá skalt þú bara bera það erindi upp.
Sestu drengur. Þú veist, að við vorum aldavinir, faðir
þinn og ég.
Það er mér mjög vel kunnugt, meistari Brynjólfur, og
minning föður míns er mér kær.
En heyrðu drengur minn. Við vorum búnir að gera með
okkur sáttmála.