Morgunn - 01.06.1983, Síða 45
43
HEIMIl.DIR „AÐ HANDAn"
Ég hef eitthvað heyrt um það, meistari Brynjólfur, en
nú em þeir samningar held ég úr sögunni.
Hvers vegna, Gísli Vigfússon? .. .
En áður en Gísli getur skýrt mál sitt fyrir honum rýkur
meistari Brynjólfur á fætur og skipar Gísla að standa upp.
Hann staðnæmist fyrir framan hann, tekur undir höku
hans og horfir í augu honum. Gísli þekkir þetta augna-
tillit og skilur, að það á að knýja fram vilja biskups. Þessi
snöru vitmiklu augu eiga að gera sitt að verkum.
[Gísli neitar afdráttarlaust og visar til þess, ,,að Ragn-
heiður dóttir þín elskar aðeins einn mann . . . og þar ætla
ég ekki að slíta sundur neina hlekki.“]
Það er eins og meistari Brynjólfur kikni í hnjáliðunum."
G. II, 101-02.
54. BónorðstHkynning
Kamban II: „Þessi maður, segir biskup loks, sem til þín
hefir vakið ærusamlegt bónorð, er ungur maður í æðstu
stétt landsins, herra Gísli Þorláksson biskup.
Þann þúfutittling! svarar Ragnheiður.
Meistari Brynjólfur rýkur upp af stólnum, þýtur að
bekknum, sem hún situr á, og gefur henni þéttan löðrung.
Hún situr kyr, hreyfingarlaus, með sama opna þrjósku-
svip sem áður, svip, sem manar hann til fleiri löðrunga,
en þegar þessi stelling hennar stöðvar hönd hins bráða
manns, er ástæðan sú, að andlit dóttur hans er allt í einu
á þessu augnabliki orðið lifandi ímynd annarrar konu, hans
ástfólgnu móður, eins og hann man hana reiða.“ K. II.
187-88
Guðrún II: „Þórður Þorláksson er búinn að leita ráða-
hags við þig. Það er ekki í kot vísað.
Ekki fyrir þig, faðir minn, en ég giftist aldrei Þórði
Þorlákssyni.
Biskupinn þýtur upp úr sætinu. Ragnheiður sprettur upp
af stólnum. Þau standa andspænis hvort öðru.