Morgunn - 01.06.1983, Síða 46
44
MORGUNN
Þú giftist honum víst.
Aldrei, faðir minn, aldrei.
Já, faðir minn, og nú þýðir ekki fyrir þig að byrsta
þig eins og forðum daga fyrir eiðinn. Þú getur barið mig,
þú getur lokað mig inni, þú getur skipað mér út, þú getur
látið böðulinn strýkja mig, en ég giftist aldrei Þórði Þor-
lákssyni, aldrei.
Biskup skelfist ofsa hennar. Skyndilega kannast hann
við aðra konu í dóttur sinni. Hann sér sína eigin móður,
þegar hún var reið.“ G. II, 112.
55. Hart móti hörðu
Kamban II: „Hér verður engin ráðstöfun borin undir
þig. Þú gerir það eitt, sem ég vil.
Hér eftir geri ég það eitt, sem ég vil, faðir minn. Á
hverjum sunnudegi hér eftir lætur þú söðla Bleikaling
og gefur mér leyfi til að heimsækja mitt barn, eins og
hver kristin móðir.
Meistari Brynjólfur heldur með heljartaki um báða úln-
liði hennar.“ K. II, 188.
Guðrún II: ,,Þú hlýðir mér.
Nú hiýði ég sjálfri mér. Nú geri ég það sem ég vil,
en ekki sem þú vilt. Nú tek ég Bleikaling og ríð til Hruna
og sæki Þórð son minn.“ G. II, 112.
56. Séra Hallgrímur í heimsókn
1 báðum gerðum sögunnar er skýrt frá vonbrigðum sira
Hallgríms vegna vanmats biskups á passíusálmunum, sagt
frá stuttri dvöl Hallgrims við hvílu hinnar deyjandi Ragn-
heiðar; sömu ljóðlínur úr sálmunum sem hann nefnir, les
hún skráðar gullnu letri í yfirskilvitlegri sýn. I báðum
gerðum er greint nákvæmlega frá aldri hennar, er hún
lést: 21 ár, 6 mánuðir og 15 dagar.
Rittengsl ekki ótvíræð. Sbr. K. II, 196—205. G. II, 140
-47.