Morgunn - 01.06.1983, Side 48
46
MORGUNN
Guörún II: „Komdu sæll, maður minn, hver ert þú?
Ég er Guðmundur Björnsson og er að finna biskupinn í
Skálholti. Ég er með bréf til hans.
Já, er komið skip?
Já, það kom skip á Snæfellsnes og ég var strax sendur
með bréfin.
Já, eru þau til mín?
Ert þú biskupinn í Skálholti? Ég mátti engum afhenda
þau nema biskupnum sjálfum.
Já, ég er biskupinn í Skálholti.
Já, þau eru til þín.
Má ég fá bréfin?
Já, gerðu svo vel.
Pilturinn hneppir frá sér hverri úlpunni á fætur annarri
og inni undir skyrtu eru bréfin saumuð föst. Hann réttir
meistara Brynjólfi þau. . . .
Vilt þú ekki gjöra svo vel að koma heim? Má ég kannski
setjast upp á hestinn þinn?
Pilturinn heldur í ístaðið fyrir biskup, meðan hann
stígur á bak. Sjálfur sest hann á bak hinum hestinum ber-
bakt, og þeir ríða hlið við hlið heim til Skálholts. ...
... Biskup biður undirbrytann að taka við þessum manni
og gefa honum gott og vel að borða og láta hirða hesta
hans.“ G. II, 193.
59. Daði í Kaiipmannauöfn
Kamban II: „Hann býr hjá pottamakaraekkju í Litla-
Ferjustræti, lítilmætri götu en miðlægri, steinsnar frá
Torginu — það er við hans hæfi! Og nú er víst kominn
matmálstími. Daði fer heim, hreinsar skóna sína, fer í
hinar einu silkistrympur, sem hann á til, svartar, og segir
Mettu pottamakara að hann borði úti. Han vill vera eyðslu-
samur í dag.“ K. II, 311.
Guðrún II: „Einn dag er hann á leið til þess að fá sér
að borða. Hann býr hjá pottamakaraekkju í Litla-Ferju-