Morgunn - 01.06.1983, Síða 49
47
HEIMILDIIl „AÐ HANDAn"
stræti þar sem hann fær mat fyrir lítið og gistingu einnig.
Nú ætlar hann að gera sér dagamun þennan dag. G. II, 205.
60. Kamban II: „Daði Halldórsson! hrópar hann forviða
— ég var búinn að frétta að þú værir hér. Komdu sæll og
velkominn í kóngsins stað.
Þormóður Torfason! hrópar Daði, alveg jafnforviða.
Komdu sæll og blessaður. Ég hélt þú værir í Noregi.
Ég er búinn að vera hér í viku, Þórður Þorláksson sagði
mér frá þér, komdu með mér upp, ég lógera hér. . . .
Við skulum borða hjá Crequi, segir Þormóður, þegar
hann er búinn að snyrta sig. . . . og hér var Daði gestur
landa síns þetta kvöld.“ K. II, 312—13.
Guðrún II: „Þá mætir hann allt í einu Islendingi, og þeir
reka báðir upp óp, þegar þeir mætast. Þeir heilsast, Þor-
móður Torfason og Daði Halldórsson. Þormóður spyr frétta
frá Islandi. Daði segist vera að fara í mat, en Þormóður
býður honum að koma og borða með sér. Þeir fara á fínan
matstað, þar sem Þormóður Torfason veitir af mikilli
rausn.“ G. 11,205-06.
Minning Þóröar litla úr yfirreiS
Þórður Daðason dvelur nú í Skálholti, eftirlæti afa síns
og ömmu. Barnungur fær hann að fara í yfirreið með
biskupi. Hrossastóð æðir inn í hestalest ferðamannanna,
en þeir reyna að hemja hesta sína og bægja stóðinu frá.
1 báðum gerðum sögunnar er viðureigninni lýst nákvæm-
lega, eins og hún lifir í minningu drengsins. Ötvíræð rit-
tengsl. Sbr. K. II, 323-24 og G. 11,205.
61. Ættleiðing Þórðar Daðasonar
Kamban II: „Þrem dögum síðar fór ættleiðslan fram í
Skálholti — fyrst með hátíðlegri athöfn í dómkirkjunni,
en siðan gengu allir fyrir kirkjudyr þar, sem biskupsfrúin,