Morgunn - 01.06.1983, Page 50
48
MORGUNN
bræður hennar báðir og Þórður Daðason sex ára héldu öll
á einni bók, meðan „eg, Margrét Halldórsdóttir“ les upp
bókspjallið og „ættleiði þennan mann.“ Á leið til biskups-
stofu hleypur lamb yfir hlaðið, síðborinn heimalningur,
hvítt með rauðri slikju, eins og hrykkjurnar hefðu átt
lauslegt samband við einhvern allraþynnsta purpuralita
safa, en annars bara kallað írautt á lit:
Nei, hvað það er fallegt! segir drengurinn.
Viltu eiga það, segir móðurbróðir hans.
Já? svarar drengurinn með vantrúuðum fögnuði.“ K. II,
347-48.
Guðrún II: „Guðsþjónustunni lýkur, og allir ganga fyrir
kirkjudyr. Margrét biskupsfrú arfleiðir dótturson sinn og
les sjálf arfleiðsluskrána. Síðan ganga allir til biskupsstofu
og skrifa undir. Þá sér Þórður Daðason lamb á hlaðinu
í Skálholti. Þetta lamb er sérkennilegt á lit, hvítt, en það
slær rauðri slikju yfir hvítan feldinn. Þegar amma hans
leiðir hann inn, segir hann við hana:
Mikið er lambið fallegt, amma sjáðu.
Langar þig til að eiga það, Þórður minn?
Já, svo sannnarlega, amma mín, því að þá er ég rikasti
maðurinn í allri sveitinni.
Þá máttu eiga það, drengurinn minn.“ G. II, 213.
62. Lántaka Daða í Bræðratungu
Kamban II: „Hann ríður til Bræðratungu. ...
.. . Tengdafaðir Daða á fjórar dætur, er eiga að skipta
Öðalinu á milli sín að honum látnum. 75 ríkisdalir verða
það í hlut. Vill nú Helga Magnúsdóttir lána honum þessa
stóru summu gegn veði í fjórða parti í Snjallhöfða?
Það vill Helga Magnúsdóttir.“ K. II, 355.
Guðrún II: „Hvað er þér á höndum? Ef ég get hjálpað
þér, skal ég gera það.
Matróna Helga, ég er í fjárþröng, en þegar tengdafaðir
minn skiptir búi, þá á ég að fá 75 ríkisdali, eftir þvi sem