Morgunn - 01.06.1983, Page 63
61
HEIMILDIR „AD HANDAN“
Hún á að hafa birst Þorsteini Erlingssyni í draumi til þess
að leiðrétta hugmyndir hans um örlög hennar. Þorsteinn
hafði þá lokið við fyrra hluta ljóðaflokks síns Eiðinn.
Hann lést, áður en honum vannst tími til að yrkja síðari
hlutann, sem Ragnheiður á að hafa mælt fyrir um. Nálægt
tveimur áratugum síðar á Ragnheiður að hafa leitað til
Jóhönnu Sigurðsson miðils, sem síðan gaf út bækur um
Ragnheiði, Daða og Brynjólf biskup. Jóhanna skefur ekk-
ert utan af því að Ragnheiður hafi svarið rangan eið. (Jó-
hanna Sigurðsson: Dóttir Brynjólfs biskups, Rvík 1941;
Ritari biskups, Rvík 1949).
Samt hefir þetta sýnilega ekki nægt Ragnheiði til þess
að hún „fengi frið“, eins og Stefán Eiríksson orðar það.
Skömmu síðar fer hún að þreifa fyrir sér um margnefnt
miðilssamband á Akureyri og felur því að lokum að koma
boðskap sínum á framfæri. Það væri þá þriðja tilraun
hennar eins og hjá Katli úr Mörk með Njálu. Og Stefán
fullyrðir, að í þetta sinn hafi Ragnheiður náð takmarki
sínu. „Hún er laus úr viðjum sinna eigin og annarra mis-
taka.“
Hver er dómbœr um það? Draumar og vitranir eru
hverful sönnunargögn. Enginn hefir orðið t.il þess að
breyta texta Njálu til samrœmis við það, sem Ketill úr
Mörk á að hafa sagt hinum dreymandi Hermanni. Þjóð-
sagan um jómfrú Ragnheiði mun lifa áfram og menn vera
á andstœðum skoðunum um réttan eða rangan eið hennar.
Langdregnir lestrar Guðrúnar Sigurðardóttur breyta þar
engu um.