Morgunn - 01.06.1983, Page 64
INGVAR AGNARSSON:
JARÐLlFIÐ - ENDURSKIN
HINS ÆÐRA LlFS
I. Fegurð himins og jarðar
öll höfum við heillast af fegurð náttúrunnar á kyrrum
sumarkvöldum, þegar sólin gengur til viðar bak við sjáv-
arbrún. Hversu hátignarlega hverfur hún og slær gullrauð-
um bjarma á hafflötinn, en skýin ofan við sjónhring glóa
skært og fagurlega, uns þau smádofna, eftir því sem sólin
færist lengra niður bak við bungu hafsins.
Blessuð jörðin, þetta heimkynni mannanna, hefur svo
margt að bjóða til yndis og ánægju, öllum börnum sínum.
Og Island, landið okkar, er ekki síður fagurt, en önnur
lönd. Hversu hrífandi er að horfa á blóm úti í ósnortinni
náttúrunni eða að horfa á fjöllin hamrabeltuð, þegar rís-
andi morgunsól varpar á þau hinum skæru litum sínum.
Það er eins og tilveran hafi til þess ætlast frá upphafi,
að allar lífverur mættu yndis njóta í skauti jarðarinnar,
undir birtu sólar og undir hvelfingu himins með óteljandi
fjölda stjarna.
Já, stjörnurnar eru ekki svo lítill hluti hinnar daglegu
tilveru mannanna. Hver hrífst ekki af fegurð stjarnanna
á heiðskírum vetrarkvöldum, einmitt þeim árstíma, þegar
náttúran sefur og gleður augu okkar mannanna með sinni
hvítu fegurð.
Og þegar við stöndum úti og dáumst að fegurð himins
og jarðar, hljótum við þá ekki ósjálfrátt að beina hugan-