Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 65
JARÐLÍFIÐ 63
um til þessa mikla máttar, sem endurspeglar sjálfan sig
í öllu því sem mætir augum okkar.
Eða stendur hér enginn alheimsmáttur að baki? Hefur
allt hið fagra myndast af sjálfu sér. Hefur allt sem er,
orðið af tilviljun einni saman? Hefur sköpun og síðari
þróun gerst án utanaðkomandi vits og vilja og máttar?
Hefur grjót getað breyst í hugsandi mann, án þess að þar
væri einhver stórkostlegur máttur að verki?
Grjót, þ.e.a.s. ólífræn efni jarðarinnar, er uppistaðan í
líkömum hverrar lifandi veru; jurtar, dýrs og manns.
Hvað veldur því að frumefni jarðar taka á sig lífsmyndir,
verða lifandi og hugsandi?
II. Hin æðsta vera
Mér finnst fjarstætt að ímynda sér, að slíkt gerist af
tilviljun, eða af ytri ástæðum einum saman. Annað og
meira hlýtur hér að þurfa til.
1 tilverunni hlýtur að vera til æðri kraftur, óendanleg-
ur verundur, sem leitast við að breyta allri ófullkomnun
í fullkomnun, færa hið lífvana efni fram til lifs og lífið
fram til æ meiri þroska og fegurðar.
Þessi takmarkalausi alheimsmáttur, hin æðsta vera, hef-
ur verið kallaður guð eða annað tilsvarandi, í flestum
eða öllum æðri trúarbrögðum. Þessi mikli alheimshöfund-
ur, hin alsamstillta lifheild, hyperzóón, hefur skapað allt
og leitast við að þróa allt í átt til sín. Takmark lífsins er
alsamstilling alls sem er, um allan alheim, en slík sam-
stilling mun ekki takast fyrr en upprættir verða allir
möguleikar hins illa. Því stefnur verðandinnar eru tvær,
hin góða og hin illa, og milli þeirra stendur stöðug bar-
átta, svo sem við jarðarbúar fáum svo mjög að kenna á.
„Guð er kærleikur," stendur í biblíunni. Hin æðsta vera
beitir aldrei öðru en góðvild, í baráttu sinni gegn því illa.
Hin guðlega ást er frumorsök og undirstaða allrar sköp-
unar og allrar þróunar tilverunnar og lífmyndanna fram