Morgunn - 01.06.1983, Síða 68
66
MORGUNN
Frá slíkum atburðum er oft sagt í framlífssögum og
hversu torsótt leiðin verður, þeim sem lent hafa í hinum
illu stöðum.
V. Sentiiboðar liins æðsta máttar
Ýmsir eru þeir, á ýmsum tímum og í ýmsum löndum,
sem notið hafa æðri vit- og lífsambanda. Fremstir þeirra
manna hafa verið sjáendur, spekingar og spámenn, sem
komið hafa fram með ýmsum þjóðum á ýmsum tímum.
Slíkir menn hafa orðið forystumenn þjóða í andlegum
efnum, og stundum trúarbragðahöfundar. Næmleiki þeirra
fyrir áhrifum, frá hinum lengra komnu, samband þeirra
við einhverja guðlega, geislandi veru, gerði þá innblásna
æðri visku og andlegu afli. Þeir urðu sendiboðar guðs á
jörðinni, farvegur hinnar æðri líforku, í ríkara mæli en
gerist hjá flestum öðrum. Þeir gerðust boðendur lífspeki,
sem þjóðirnar hafa búið að æ síðan.
VI. Hinn hugséði heimur Platós
Plató hinn gríski (f. árið 427 f. Kr.) var einn þeirra
spekinga fornaldar, sem einna mestum áhrifum hefur vald-
ið í hugarheimi og í menningu vesturlandabúa.
Auk margs annars talar hann um ídeur, fyrirmyndir,
sem sjálfstæðan veruleika. Auðsætt virðist að hann er að
ræða um fullkomnar lífverur á öðrum hnöttum, sem taka
mannkyni jarðar okkar langt fram í öllum þroska, og það
svo mjög sumar, að honum finnst jörðin og allt líf hennar
vera sem daufar skuggamyndir í þeim samanburði.
Mig langar að tilfæra hér nokkur af spekiorðum Platós,
viðvíkjandi ídeukenningu hans.
Hann segir þar meðal annars:
VII. Nokkur spekiorð Platós
„Frummyndirnar (ídeurnar) eru andlegur, óumbreytan-
legur veruleiki, sem allt hið skapaða er mótað eftir.“