Morgunn - 01.06.1983, Page 69
JARÐLÍFIÐ
67
„Frummyndirnar eru hinn eini sanni veruleiki. Allur
jarðneskur veruleiki er aðeins eftirmynd þeirra.“
„Frummyndirnar eru óendanlega margar, en mynda
samt eina heild og samræmda veröld.“
„Frummyndirnar eiga sér sérstakt tilverustig á himn-
um.“
„Hver frummynd (ídea) er sjálfstæð, en um leið hluti
æðri einingar."
„í ríki ídeanna verður hið marga eitt og hver eining
hið marga.“
„Náttúran er eftirmynd frummyndanna.“
„Hver frummynd er ljós allra hinna, sem lægri eru.“
„Lokatakmark náttúrunnar er maðurinn og lokatak-
mark mannsins er guð.“
„Tilgangur mannsins er að þroska sál sína og stefna
að því, að hún verði fullkomin eins og frummyndirnar
(ídeurnar) í ríki andans.“
„Efnisheimurinn er aðeins skuggi hins andlega veru-
leika.“
„Hlutveruleikinn er aðeins skuggi frummyndanna."
„Frummyndin (ídean) er hið æðsta takmark.“
„Hið illa er fjarvera hins góða.“
„Frummyndirnar (ídeurnar) tengjast saman á þann
hátt, að sú sem stendur á lægsta þrepi þessa stiga er „yfir-
skyggð“ af þeirri, sem stendur á næsta þrepi fyrir ofan,
en hún er aftur yfirskyggð af annarri, sem stendur enn
ofar, og þannig stig af stigi til hinnar æðstu. Hver frum-
mynd er því ljós allra hinna, sem lægri eru.“D
Ég hefi hér tilgreint fáein dæmi úr heimspeki Platós
þar, sem svo vel kemur fram sá skilningur, að þroskastig
lífsins og guðdómsins eru hvert öðru ofar og hvert öðru
fullkomnara í það óendanega, þannig, að ekkert þroska-
stig er svo hátt, að ekki sé þó annað enn hærra.
Kemur þessi speki Platós vel heim við heimspekikenn-
1) Þessar tilvitnanir eru teknar úr Plató, riti Gunnars Dal.