Morgunn - 01.06.1983, Page 76
74
MORGUNN
öllum fyrirbærum lífsins. Hefur þar orðið um ýmsar skýr-
ingartilraunir að ræða, hjá mestu hugsuðum veraldarinn-
ar, en stundum hafa skýringar þeirra orðið nokkuð sund-
urleitar og hver með sínum hætti, og mun þar valda, að
ekki hefur verið komist að kjarna sannleikans, sem jafnan
mun vera einfaldur og auðskilinn eftir að hann er fundinn
á annað borð.
Þess vegna hafa risið upp ýmsar skoðanir og stefnur,
um andleg mál, svo sem andatrú, trúarbrögð ýmiskonar,
guðspeki o.fl.
En sannleikurinn er einn, þótt líta megi á hann frá
ýmsum hliðum.
„Sannleikurinn hefur löngum átt erfitt uppdráttar hér
á jörðu, og því meir, því merkilegri sem hann hefur
verið.“ (Helgi Pjeturss).
En „sannleikurinn er geisli frá hinni æðstu veru,“ og
því er svo áriðandi að þekkja hann og fylgja honum.
Flest höllumst við, hvert okkar um sig, að einhverri sér-
stakri skýringartilraun, sem við þiggjum frá öðrum.
Svo er og um þær skýringar, sem ég hef reynt að gefa
á sumum þeim efnum, sem ég hef verið að segja hér frá.
Þær eru af öðrum þegnar.
(Flutt á fundi Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarðar
9. mars 1983).