Morgunn - 01.06.1983, Page 77
ILLUGI JÖKULSSON:
, ,DULSÁLARFRÆÐI ER EKKI
SPlRITISMI“
VIÐTAL VIÐ DR. ERLEND HARALDSSON
Dr. Erlendur Haráldsson, sálfrœöingur með dulsálar-
frœöi sem séráhugamál; hann er ekki draugalegur aö sjá.
Því síður aö hann líkist Kúrda, hvaö pá indverskum gúrú.
Þó hefur dr. Erlendur dvalist með Kúrdum i fjalllendi
Persíu og Iráks; hann hefur vákiö athygli um mestálla
heimskringluna fyrir rannsóknir á því sem hugsanlega
gerist á sjálfri dauðastundinni, og hann hefur verið lang-
tímum saman á Indlandi og síðustu árin fylgst náið meö
trúarleiötoga nokkrum par i landi sem viröist töfra gull
og sitthvað fleira úr loftinu. Hann er af Seltjarnarnesinu,
en getur pó varla talist hugsa verulega smátt. Dr. Erlendur
Haraldsson er sem sé ekki állur þar sem hann er séður. AÖ
gömlum og góöum sið spyr ég hann fyrst um upprunann.
„Ég fæddist á Nesinu við Eiðsmýri. Einmitt þar sem
Seltjarnarnesið er bæði lítið og lágt. Við bjuggum í húsi
sem hét Vellir en það stendur í húsaröð neðan við Mels-
hús; þarna voru líka Kolbeinsstaðir, Eiði, Oddi og fleiri
hús, sum af þeim sveitabæir. Á þessum tíma var lítil byggð
á Nesinu, og það bar enn svipmót gamla tímans. Hér áður
fyrr var umsvifamikil útgerð af Seltjarnarnesi og menn