Morgunn - 01.06.1983, Qupperneq 78
76
MORGUNN
komu úr sveitum víðs vegar um land til sjóróðra. Þótt það
hafi verið aflagt á minni tíð reru menn enn til fiskjar á
smábátum. Þá teygðu sig líka grösug tún víða um Nesið
og menn höfðu kindur og kýr; ég býst við að það þekkist
alls ekki lengur. Þarna var prýðilegt að búa og sjálfsagt
betra, fyrir krakka, heldur en inni í bænum; við höfðum
til dæmis gott skautasvell á veturna, og notuðum það
óspart“.
Heimspeki
— Bjóstu lengi á Seltjarnarnesi?
„Fram að tvítugu. Ég gekk í Mýrarhúsaskólann uppi á
hæðinni en síðan fór ég í Menntaskólann í Reykjavík. Ég
sat þar í stærðfræðideild, en raunar hafði ég nú meiri áhuga
á ýmsum húmanískum fræðum, svo sem sögu en hún hef-
ur mér alltaf þótt mjög skemmtileg. Einnig hafði ég áhuga
á heimspeki, og fór í heimspekinám að afloknu stúdents-
prófi; fyrst var ég í Edinborg og síðan í Freiburg í Þýska-
landi. En ég lauk aldrei prófi í heimspeki, og sneri mér á
endanum að sálfræði. Þar held ég að hafi mestu ráðið að
þegar ég var í Þýskalandi kynntist ég Hans Bender, próf-
essor í sálfræði, sem einkum var þekktur fyrir starf sitt á
sviði parasálfræði, eða dulsálarfræði, og hann vakti áhuga
minn á þessu sem vísindagrein. Einnig hafði það nokkur
áhrif að þá eins og nú, voru afar litlir atvinnumöguleikar
fyrir heimspekinga en ástandið var öllu skárra fyrir sál-
fræðinga. En raunar hóf ég ekki strax nám í sálfræði; í
millitíðinni stundaði ég blaðamennsku og ferðalög og
fleira".
— Á hvaða blöðum varstu hér heima?
,,Ég var aðallega við Alþýðublaðið, en þá var mikiii
uppgangur í því undir stjórn Gísla J. Ástþórssonar. Ég
kynntist þar meðal annars Indriða G. Þorsteinssyni, en
af honum hafði ég heyrt misjafnar sögur. Hann var sagð-
ur nokkuð grófur og rustafenginn, en svo reyndist hann