Morgunn - 01.06.1983, Side 80
78
MORGUNN
sendu mér bréf til Egyptalands, — en um það land fór ég
á leið minni til Iraks, með upplýsingum til að koma mér
í samband við leynilega fulltrúa uppreisnarmanna í Bagdad.
Það fórst fyrir og þegar til Bagdad kom var ég vonlítill
um að mér tækist að komast inn á svæði Kúrda. En á leið-
inni til Bagdad hafði ég hitt Dana sem vann á arkitekta-
skrifstofu í borginni og yfirmaður hans reyndist vera
Kúrdi. Sá kom mér síðan í samband við fulltrúa uppreisn-
armanna. Á ævintýralegan hátt komu þeir mér svo upp
til fjallahéraðanna og inn á yfirráðasvæði uppreisnar-
manna sem áttu í stríði við heri Abdul Karem Kassins ein-
ræðisherra. Það var svo ýmsum erfiðleikum bundið að
komast burt og ég þurfti að fara krókaleiðir yfir landa-
mæri Iraks og Iran. Þegar ég kom niður í Persíu var ég
handtekinn af írönskum hermönnum og var tvisvar sinn-
um yfirheyrður af leynilögreglu keisarans, hinni frægu
SAVAK. Þeir gerðu mér þó ekkert mein og slepptu mér að
lokum, svo ég hélt áfram landleiðina til Afghanistan og
Indlands“.
— Hvernig leist þér á þennan heimshluta?
„Ja, landið sjálft, það er ekkert ósvipað Islandi. Þarna
eru stórkostleg fjöll, en lítill gróður. Þjóðirnar eru máske
ekki líkar, en mér fannst Kúrdar vera mjög geðfelldir".
— Þessi uppreisn þeirra stóð lengi, var það ekki?
„Jú. Forsaga málsins var sú að Bretar höfðu frá lokum
fyrri heimsstyrjaldar farið með stjórn þessa landsvæðis
í umboði Þjóðabandalagsins gamla og meðan sú stjórn
stóð var hagur Kúrda þokkalegur. Þegar frak varð að
sjálfstæðu ríki var sett ríkisstjórn í Irak og samkvæmt
stjórnarskránni, sem Bretar réðu mestu um, var Kúrdum
tryggt nokkurt sjálfstæði. Þessi konungsstjórn var, eftir
á að hyggja, alls ekki slæm og það var nokkurt lýðræði í
landinu, en árið 1958 var henni steypt af herforingjum
undir stjórn Abdul Karem Kassins. Hann hallaði sér brátt
að Moskvu og þrengdi mjög að Kúrdum sem hófu upp-
reisn. Hún stóð allt til ársins 1975 þegar keisarinn í Persíu,