Morgunn - 01.06.1983, Side 88
YNGVI JÓHANNESSON:
DULSÁLARFRÆÐI OG VlSINDI
— breska sálarrannsóknafélagið 100 ára
The Society for Phychical Research eins og það heitir á
ensku var stofnað 1882 af nokkrum kunnum breskum vís-
indamönnum og rithöfundum. Fyrsti forseti þess var heim-
spekingurinn Henry Sidgwick, en margir frægir menn
störfuðu í félaginu frá upphafi, svo sem eðlisfræðingarnir
W. F. Barrett, Oliver Lodge og William Crookes, rithöf-
undurinn og skáldið F. W. H. Mayers o.fl. Félag þetta er
frægt sem hið fyrsta vísindafélag til rannsókna á dulsálar-
fræði eða parapsychology eins og þessi fræðigrein er nú
oftast kölluð.
Svipuð eða sams konar sálarrannsóknafélög voru síðan
stofnuð víðar, hið ameríska 6 árum seinna, og vísindalegar
rannsóknir hafa farið fram í ýmsum löndum, svo sem á
Niðurlöndum, Frakklandi, Italíu, Rússlandi, Japan o. v.,
og Parapsychological Laboratory við Duke University í
Durham í Bandaríkjunum var allfrægt á árunum 1930—60.
Hinar hefðbundnu vísindastofnanir og háskólar voru all-
lengi treg til að viðurkenna þessa nýju vísindagrein, en nú
er það breytt og kennarastólar í henni við ýmsa háskóla.
1 tilefni af 100 ára afmælinu hefur breska sálarrann-
sóknafélagið gengist fyrir útgáfu minningarrits er nefnist
„Psychical Research, A Guide to its History, Principles &
Practices" (The Aquarian Press, Willingsborough, North-
amptonshire). Útgáfustjóri er próf. Ivor Grattan-Guinness,