Morgunn - 01.06.1983, Page 89
DULSÁLARFRÆÐI OG VISINDI
87
en bókin er safn 34 ritgerða eftir kunna sérfræðinga í dul-
sálarfræði, ýmsa þeirra fræga menn. Bókin er nokkurs
konar yfirlitsrit til kynningar fyrir nýliða og upprifjunar
fyrir aðra, sem nokkuð eru kunnugir sálarrannsóknum
sem fræðigrein, og um leið tilraun til að meta stöðuna
eftir 100 ára rannsóknarstarf.
Líf eftir líkanisclauðann
Og hver er svo niðurstaðan á slíkri fræðimannaráð-
stefnu um það, sem fyrir marga er mergurinn málsins?
Hvað er álit vísindamanna um það hvort meðvitund
mannsins lifir eftir líkamsdauðann?
Sennilega er óhætt að segja að vísindin viðurkenni nú
nokkrar helstu tegundir dularfullra fyrirbæra og jafnvel
að mörg þeirra virðist styðja kenninguna um annað líf.
Hinu er þó ekki að leyna, að ekki eru allir á einu máli.
Meðal annars er ekki fyllilega á hreinu hvað kalla mætti
sönnun. Aðstaða er hér önnur en í hinum hefðbundnu raun-
vísindum þar, sem hugsanakerfi og lögmál eru dregin af
efnislegri reynslu og skynjanaeðli mannsins og á tilraun-
um sem hægt er að endurtaka og nota til að byggja upp
skýringar, sem samrýmast nokkurnveginn hversdagslegri
reynslu svo langt sem þær ná. Að vísu viðurkenna margir
að á ystu þröm efnisvísindanna sé komið að lítt skiljan-
legum hlutum, þar sem túlkanir fjalla í rauninni meira
um líkindi en vissu, og kann þá að styttast bilið yfir til
hinna dularfullu fyrirbæra.
Það er öliu meira talað um líkindi en sannanir í hinni
nýju og vandasömu fræðigrein dulsálarfræðinnar. Hér
kemur það iika til að margir eru kröfuharðari um sann-
anir í þessu efni en nokkru öðru og láta sér ekki nægja
líkur sem þeir mundu umsvifalaust taka gildar um margt
annað. Ef til vill er þetta að sumu leyti réttlætanlegt við-
horf, þvi alkunnugt er að óskhyggja veldur stundum blekk-
ingum og mörg dæmi eru til þar sem er beitt brögðum
vísvitandi.