Morgunn - 01.06.1983, Page 92
90
MORGUNN
legt getur líka gerst, sem hefur þýðingu fyrir Pétur og Pál,
þótt það hafi ekki sönnunargildi fyrir aðra — síst vísinda-
menn.
Sem sagt — sálarrannsókir hafa opnað leiðir i tvœr áttir.
Annars vegar til óvísindalegrar starfsemi áliugafólks, og
getur sú iðkun hœglega lent út í fúsk. Hins vegar lá leiðin
yfir í dulsálarfrœðina.
Munurinn á gamla og nýja tímanum virðist mér aðal-
iega liggja í þrennu. 1 fyrsta lagi beinist hugurinn nú aðal-
lega að ýmsum þáttum sálarlífsins, svo sem fjarhrifum,
án þess að þriðja skýringin er ég nefndi sé nauðsynlega
höfð í huga. 1 öðru lagi rannsaka menn ekki fyrst og
fremst einstaka miðla, heldur hæfileika fólks upp og ofan.
1 þriðja lagi er beitt aðferðum, sem gömlu rannsókna-
mennirnir höfðu ekki stundað, svo sem hkindareikningi.
Sumir, sem hafa ímigust á sálarrannsóknum og spírit-
isma, virðast hugga sig við það, að dulsálarfræðin sinni
alls ekki spurningunni um annað líf. Auðvitað er það eng-
an veginn rétt. Til eru dulsálarfræðingar, sem fjalla um
þau efni. Og það, sem ég hef séð af ritum þeirra, sýnir að
mínu viti svipaða rökhugsun og þá, sem fram kom hjá
vísindamönnum eldri kynsióðarinnar.
Á siðustu áratugum hafa flestar visindagreinar að ein-
hverju leyti skipt um svip. Það er því engin furða, þótt
svo sé einnig um rannsókn á dulrœnni reynslu.
1 umræðum um þessi mál hefur orðið spíritismi fengið
allbreytilega merkingu. Próf. Haraldur Níelsson skil-
greindi spíritista þannig í viðtali við mig, — að það væri
maður, sem liti svo á, að sum fyrirbæri yrðu ekki skýrð
nema sem áhrif frá framliðnum mönnum. Sumir spíritistar
byggja skoðun sína á vísindalegum rökum, aðrir ekki. Af
þessu leiðir hugtakaruglingur, sem dulsálarfræðingar
reyna að forðast með því að forðast notkun þessa orðs.
Eitt jákvætt hafa rannsóknamenn gamla og nýja tímans
þó sameiginlegt. Þeir brjóta skörð í múra hinnar gömlu
efnishyggju.