Morgunn - 01.06.1983, Page 101
RITSTJÓRARABB
99
en forsprakka sálarrannsóknamanna OG samtímamenn
þeirra, efnishyggjumenn 19. aldar, óraði fyrir. Það hef
ég nefnt áður hér í Morgni — og endurtek það feitu letri.
Andstæðar fylkingar hinna lærðu eru raunar ekki leng-
ur fyrir hendi. Deiluefnin í upphafi sálarrannsókna fyrir
100 árum eru ekki lengur á dagskrá. Alþýðleg andahyggja,
öðru nafni spíritismi. mun ekki bera frekari árangur. Hún
hefur runnið sitt skeið á enda.
Framtíðin: ný verkefni
Engin ástæða er til að harma, að nýr kafli sé hafinn
í sannleiksleitinni. Forvitið fólk hefur enn verk að vinna
og margt að lesa. Tilveran er enn dularfull og heillandi.
Margt er enn á huldu, en við vitum miklu meira um lífið
og tilveru okkar en forfeður okkar fyrir 100 árum. Með
nýja þekkingu að leiðarljósi mun okkur verða best ágengt.
Skilningur mannkynsins á hinni miklu gátu um lífið og
eðli alheimsins, heimkynna okkar, eykst smátt og smátt.
Verkfærið í þekkingarleitinni er hin vísindalega aðferð.
Farsælast reynist, ef sannleiksunnendur stuðla að því,
að ævinlega verði haldið traustu taki í það verkfæri, hvort
sem þeir gera það sjálfir eða láta öðrum færari það eftir.