Morgunn - 01.06.1983, Page 103
FRÁ FÉLÖGUNUM 101
Ævari R. Kvaran, Guðmundi Jörundssyni og Guðlaugu,
f.h. Hafsteins Björnssonar.
Félagskonur önnuðust kaffiveitingar af miklum mynd-
arbrag.
Vetrarstarfið hófst síðan í október 1982:
Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Hruna flutti erindi.
Þór Jakobsson las þýðingu sína úr bók um Gopi Krishna.
Hrönn Geirlaugsdóttir fiðluleikari og Guðni Þ. Guðmunds-
son léku samleik á fiðlu og píanó. Þess má geta til gamans,
að tveir lagasmiðir voru viðstaddir á fundinum, þeir Stefán
Ágúst frá Akureyri og Árni Gunnlaugsson úr Hafnarfirði.
Nóvemberfundur var sérlega helgaður minningu látinna.
Guðrún Svava Svavarsdóttir las eigin ljóð, Ester Kláus-
dóttir las frásögn séra Jóns Ólafssonar frá Holti, séra Sig-
urður Haukur Guðjónsson flutti prédikun í tilefni allra-
sálnamessu. Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson
sungu við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar.
Desemberf undur:
Zóphónías Pétursson flutti erindi. Frú Sigurveig Guð-
mundsdóttir las jólahugvekju. Á þessum fundi var frú
Soffia Sigurðardóttir, ein af stofnendum félagsins og í
stjórn þess frá upphafi, sérstaklega heiðruð í tilefni af
merkisafmæli hennar.
Fundarhlé var i janúar samkvæmt venju undanfarinna
ára.
Febrúarfundur:
Frú Svava Fells flutti erindi úr 6. bindi „Það er svo
margt“ eftir Grétar Fells. Þá flutti Þór Jakobsson fræðslu
um dulsálarfræði.
Marsfundur:
Eiríkur Pálsson sagði frá Noregsferð, og sagði frá mið-
ilsfundi, er hann sat þar. Ingvar Agnarsson flutti erindi,
er hann nefndi „Jarðlífið — endurskin hins æðra lífs“.