Morgunn - 01.06.1983, Page 104
102
MORGUNN
Fundarsókn hefur verið góð, og stöðugt bætast við nýir
félagar, sem er fagnaðarefni. Reynt hefur verið að vanda
til dagskrárefnis. Þá hefur verið leitast við að hafa tónlist
á fundunum, og þar hefur Guðni Þ. Guðmundsson, organ-
isti, veitt félaginu ómetanlega hjálp, með komu góðra lista-
manna. Þá hefur frú Gróa Frímannsdóttir annast undir-
leik á orgel við almennan söng, sem viðhafður er á hverj-
um fundi. Færir stjórnin þeim tveimur bestu þakkir fyrir
störf þeirra í þágu félagsins.
Starf Einars Jónssonar, læknamiðils á Einarsstöðum,
fyrir félagið er því ómetanlegur stuðningur. Dagana 14.
og 15. mars s.l. komu 67 á einkafund til Einars á heimili
frú Soffíu Sigurðardóttur að Skúlaskeiði 2. Soffíu eru
færðar einlægar þakkir fyrir. Henni til aðstoðar við mót-
töku gesta voru Hólmfríður Finnbogadóttir og Droplaug
Benediktsdóttir. Þá var Einar með almenna lækningafundi
í Langholtskirkju. Þar gafst félaginu kostur á einum slík-
um fundi hinn 13. mars s.l. Stjórnin færir Einari innilegar
þakkir fyrir velvilja hans til félagsins.
SRFH hefur verið með félagsfundi sína í Góðtemplara-
húsinu undanfarin ár. Þetta er 5. árið núna. Stjórnin
lýsir ánægju sinni með fundarstaðinn, og alla samvinnu
við húsráðanda þess, Ölaf Jónsson. Þess má geta, að félag-
ið er stofnað í því húsi.
Stjórnin flytur félagskonum sérstakar þakkir fyrir þeirra
framlag í sambandi við kaffiveitingarnar, sem er að verða
árvisst í maí, og reynist félaginu aðaltekjulindin.
Að lokum eru félagsmönnum og gestum færðar bestu
þakkir fyrir góða fundarsókn, og félagsmönnum fyrir góða
samvinnu, með ósk um framtíðarheill félagsins.
Formaður SRFH er Guðlaug Elísa Kristinsdóttir, ekkja
Hafsteins Björnssonar, miðils. Auk hennar eru í stjórn
Eiríkur Pálsson, varaformaður, Droplaug Benediktsdóttir,
ritari, Bjarni Linnet, gjaldkeri og Karl H. Gunnlaugsson,
meðstjórnandi. 1 varastjórn eru þau Soffía Sigurðardóttir
og Þór Jakobsson.