Morgunn - 01.06.1983, Side 105
Leiðréttingar
I grein minni „Um heimsfræði dr. Helga Pjeturs" í sumarhefti
Morguns 1982, 63. árg., bls. 56, stendur þessi setning:
Helgi Pjeturs talar um óendanlega verund og af því að hún er
óendanleg bætir hún alltaf við sig.
Rétt er setningin þannig:
Helgi Pjeturs talar um óendanlegan verund og af þvl aO liann er
óendanlegur bætir hann alltaf viö sig.
Vegna þess, að þetta breytir hugsun setningarinnar talsvert og gerir
hana skýrari, eru lesendur beðnir að taka þetta til greina.
Ingvar Agnarsson.
Þrátt fyrir vandvirkni prentara við setningu og tví- og jafnvel
þrilestur ritstjóra á próförkum, tekst þeim að sigla sína leið milli
skers og báru, blessuðum villunum, sumum hverjum. Flestar, sem
komast þannig heilu og höldnu fyrir sjónir lesenda, eru auðráðnar,
en aðrar þarf að leiðrétta.
I síðasta hefti (vetrarhefti 1982) sluppu tvær slíkar í gegn og eru
þeir, sem hlut eiga að máli, beðnir að afsaka. Áskrifendur eru beðnir
að leiðrétta samkvæmt því er hér segir:
1. 1 kynningu Guðlaugar Elísu Kristinsdóttur á Sr. Jóni Ólafssyni,
á bls. 132, varíS línubrengl i upphafi málsgreinar neðst á blaðsíðunni.
Þar er einnig prentvilla í nafni Haraldar Níelssonar. Þar átti að
standa: Á heimili séra Jóns, i Fnjóskadal, las hann upphátt sem
drengur fyrir heimilisfólkið Lestrarfélagsbækur, en þ. á m. var
„Kirkjan og ódauðleikasannanirnar“ eftir prófessor Harald Níelsson
og „Líf og dauði“ eftir Einar H. Kvaran, og hreifst ég þá mjög af
þeim kenningum, er þar birtust.
2. Á bls. 180 er rangt farið með nafn í frétt um stjórn og varastjórn
Sálarrannsóknafélags Islands, sem kosin var á aðalfundi 15. ágúst
1982. Varastjórnar skal því getið hér að nýju: Erla Tryggvadóttir,
örn Guðmundsson, Þóra Hallgrimsson, Gunnar Magnússon og
Magnea Sigurðardóttir.
Ritstjóri.
t--------------------
Athugið: Sálarrannsóknafélögin eru hvött til að
senda MORGNI stuttar fréttir af
starfsemi sinni. Ritstjóri
v