Fréttablaðið - 05.11.2010, Qupperneq 4
4 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Mynd af unglingum sem var notuð
sem myndskreyting með frétt um
hagi norrænna ungmenna, og birtist
í Fréttablaðinu á laugardag, tengist
ekki efni fréttarinnar. Myndin var
tekin af öðru tilefni. Hlutaðeigandi
eru beðnir velvirðingar.
ÁRÉTTTING
Vegna rangra upplýsinga frá Þjóð-
leikhúsinu birtist rangt nafn við frétt
um annan af höfundum tónlistar-
innar við leikritið Lé konung. Hið
rétta er að Benny Nilsen starfar
við sýninguna ásamt Hildi Guðna-
dóttur. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
LEIÐRÉTTINGAR
ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsókn-
arflokksins, líkti ríkisstjórninni
við framvinduna í kvikmyndinni
Groundhog Day á þingfundi í gær.
Í henni upplifir sögupersónan sama
daginn aftur og aftur og ekkert ger-
ist.
Hann og fleiri gagnrýndu rík-
isstjórnina fyrir aðgerðaleysi í
brýnustu málum og rukkuðu for-
sætisráðherra um stefnu. Voru
skuldavandi heimilanna, samráð við
stjórnarandstöðuna, atvinnuleysi og
atvinnustefnan undir.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkis-
stjórnina verða að gera almenni-
lega grein fyrir hvað hún ætlaði að
gera fyrir heimilin.
Sigmundur Davíð sagði að enn
einu sinni væri boðað til samráðs
með stjórnarandstöðunni. Það væri
sjálfsagt en þá þyrfti ríkisstjórnin
að skipta um stefnu.
Sigurður Kári Kristjánsson
Sjálfstæðisflokki sagði að mæta
þyrfti atvinnuleysinu með róttæk-
um aðgerðum. Fjöldi tillagna hefði
komið fram frá stjórnarandstöðunni
og hreyfingum vinnuveitenda og
launþega. Ríkisstjórnin hefði hins
vegar ekkert fram að færa, en verði
kröftum sínum í að skjóta niður til-
lögur annarra. Þá sagði hann stjórn-
ina svikula og benti á stöðugleika-
sáttmálann og stjórn fiskveiða máli
sínu til stuðnings.
Birkir Jón Jónsson Framsókn-
arflokki undraðist að forsætisráð-
herra skyldi guma af góðum árangri
í efnahagsmálum, raunveruleikinn
sýndi annað.
Ríkisstjórnin er eins
og Groundhog Day
Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi og rukka
hana um aðgerðir fyrir heimilin og fyrirtækin. Forsætisráðherra segir að mikill
árangur hafi náðst og skorar á stjórnarandstöðuna að bera upp vantrauststillögu.
BIRKIR JÓN JÓNS-
SON
SIGURÐUR KÁRI
KRISTJÁNSSON
BJARNI
BENEDIKTSSON
SIGMUNDUR DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON
Jóhanna Sigurðardóttir sagði
margar tillögur á borðinu um
aðgerðir fyrir heimilin og í atvinnu-
málum. Aðgerðir í skuldamálum
yrðu kynntar á mánudag og varð-
andi atvinnulífið væru í bígerð
stuðningur við nýsköpunarverkefni,
vegaframkvæmdir upp á 30 millj-
arða, sérstakt atvinnuátak á Suður-
nesjum og aðgerðir fyrir atvinnu-
lausa.
Um efnahagsmálin almennt sagði
hún að mikill árangur hefði náðst.
Um það vitnuðu erlendir sérfræð-
ingar.
Ásökunum um svik við stöðug-
leikasáttmálann svaraði Jóhanna
á þá leið að SA hefði horfið frá
honum út af skötusel og ASÍ út af
fjármagni í starfsendurhæfingar-
sjóð. Lagði hún svo áherslu á mikil-
vægi samstarfs stjórnar og stjórn-
arandstöðu.
bjorn@frettabladid.is
„Ef þessi ríkisstjórn er svona ómöguleg eins og stjórnar-
andstaðan er að halda fram, af hverju ber hún ekki
fram vantraust á þessa ríkisstjórn? Komið þið fram með
vantraust á þessa ríkisstjórn. Við skulum sjá hvort hún
hafi meirihluta hér á þingi til þess að takast á við þessi
viðfangsefni. Ef hún þarf að gera það án stjórnarandstöð-
unnar þá skulum við bara láta reyna á það og við skulum
þá sjá hvort stjórnarandstaðan er þá annaðhvort tilbúin
til að fara í kosningar strax eða taka við.“
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í gær
Komið þið fram með vantraust!
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
19°
14°
11°
15°
18°
10°
10°
25°
15°
21°
13°
20°
6°
15°
17°
6°Á MORGUN
Strekkingur NV-lands,
annars hægri.
MÁNUDAGUR
Gengur í NA hvassviðri
þegar á daginn líður.
3 -1
1
231 2
3
1 0
1
4
1
1
0
1
-2
-1
-2
-2
-6
5
4
2
10
4
1
2
2
3
12
4
1
HELGIN
Það má búast við
éljum um landið
sunnanvert í dag
en annars verður
víða nokkuð bjart
og þá sérstaklega
á Norðausturlandi.
Á morgun þykkn-
ar upp vestan til
með slyddu þegar
líður á daginn og á
sunnudaginn geng-
ur í norðaustan
hvassviðri.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
Sigfús Eymundsson bóksali teiknaði
uppdráttinn að upphaflegri Hótel
Valhöll sem reist var á Þingvöll-
um árið 1898 en ekki Guðjón
Samúelsson eins og sagði í Frétta-
blaðinu í gær. Seinna var byggt við
hótelið sem flutt var fyrir árið 1930
á þann stað sem það stóð þegar
eldsvoði grandaði því í fyrrasumar.
SAMFÉLAGSMÁL Dagfinnur Stefáns-
son, flugmaður flugvélarinnar
Geysis sem fórst á Bárðarbungu
árið 1950, keypti fyrsta Neyðar-
kall Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar þegar sala hófst í gær.
Kostnaðarsamt ár er að baki
hjá björgunarsveitunum og ber
þar hæst eldgosið í Eyjafjallajökli
og eftirmál skjálftans á Haítí.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upp-
lýsingafulltrúi segir í samtali við
Vísi að aðgerðirnar hafi útheimt
mikinn mannafla og tækjabún-
að og skilin hafi verið eftir tæki
fyrir fimmtán milljónir króna á
Haítí. Neyðarkallinn verður seld-
ur um allt land um helgina. - sv
Neyðarkallinn kominn í sölu:
Flugmaður
Geysis fyrstur
FYRSTI KALLINN KEYPTUR Flugstjóri
Geysis kaupir fyrsta Neyðarkallinn af
Slysavarnafélaginu Landsbjörgu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NOREGUR Norðmenn og Rússar
hafa samið um að opna landa-
mæri ríkjanna að hluta. Þetta
verður í fyrsta sinn sem ríki
innan Schengen-svæðisins
opnar landamæri til ríkis sem
er ekki aðili að Schengen-landa-
mærasamstarfinu.
Landamæri ríkjanna verða
þó ekki opnuð almennri umferð,
heldur fá íbúar á svæðunum
næst landamærunum sérstök
skilríki sem gera þeim kleift að
ferðast á milli að vild.
Það voru utanríkisráðherr-
ar ríkjanna, þeir Jonas Gahr
Støre og Sergei Lavrov, sem
undirrituðu samninginn í Osló.
- gb
Smuga á Schengen:
Norðmenn og
Rússar opna
LÖGREGLUMÁL Karlmaður sem hand-
tekinn var í fyrradag vegna rann-
sóknar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu á framleiðslu amfetamíns
og kannabis hér landi var í gær
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18.
nóvember. Fjórir menn sátu fyrir
í varðhaldi vegna málsins og voru
þeir einnig úrskurðir í áframhald-
andi gæslu til sama tíma. Allir eru
mennirnir litháískir ríkisborgarar
á þrítugs- og fertugsaldri.
Fjórir mannanna voru hand-
teknir í Reykjavík og Grímsnesi í
október. Rannsókn lögreglu snýr
að ætlaðri framleiðslu fíkniefna,
sölu þeirra og dreifingu. Við hús-
leitir var lagt hald á amfetamín og
kókaín og mun magn hvorrar teg-
undar hafa verið undir kílói.
Þá fundust um tvö kíló af mar-
ijúana, sem grunur leikur á að
mennirnir hafi framleitt. Loks
fann lögregla um sex milljónir
króna í reiðufé sem er álitið að sé
afrakstur fíkniefnasölu.
Lögregla tók einnig í sína vörslu
ýmis önnur verðmæti sem grunur
leikur á að séu, minnsta kosti að
hluta, þýfi, svo og tæki sem talin
eru tengjast framleiðslu á amfet-
amíni og marijúana.
Einn mannanna hefur áður
komið við sögu hjá lögreglu hér
vegna fíkniefnamáls.
- jss
FYRIR DÓMARA Einn mannanna færður
fyrir dómara í gær. FRETTABLADID/STEFAN
Gæsluvarðhald hóps litháískra ríkisborgara framlengt:
Fimmti maðurinn handtekinn
MÓTMÆLI Hátt í sjö hundruð
manns á Vestfjörðum hðfðu síð-
degis í gær skráð sig í átak á
Facebook gegn ríkisstjórninni.
Upphafsmaður átaksins, Guð-
jón M. Þorsteinsson, vill að Vest-
firðingar slökkvi ljós á heimilum
sínum og fyrirtækjum í eina mín-
útu klukkan sjö í kvöld. „Vest-
firðingar. Sýnum samhug í verki.
Ríkisstjórnin vill að við flytjum
héðan ef marka má vinnubrögð-
in,“ segir Guðjón á Facebook-síðu
sem hann stofnaði um átakið.
- gar
Ríkisstjórninni mótmælt:
Vestfirðingar
slökkva ljósin
ÍRLAND Ríkisstjórnin á Írlandi
boðar metniðurskurð á næstu
árum til þess að koma ríkis-
fjármálum í betra horf.
Fjárlagahalli verður minnk-
aður niður í rúm níu prósent af
þjóðarframleiðslu á næsta ári og
niður í þrjú prósent á þarnæsta
ári. - gb
Írska stjórnin í niðurskurð:
Hyggst draga
hratt úr halla
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
GENGIÐ 04.11.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
204,8076
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
108,52 109,04
175,57 176,43
154,48 155,34
20,719 20,841
18,891 19,003
16,640 16,738
1,3402 1,3480
172,38 173,40
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR