Fréttablaðið - 05.11.2010, Síða 8
5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
til félaga í SVFR!
ÁSKORUN
Á morgun, laugardaginn 6. nóvember,
opnar ný verslun á Strandgötu 11 í
Hafnarfirði sem sérhæfir sig í vörum frá
Tíbet og Nepal. Verslunin selur meðal
annars Buddhastyttur, talnabönd,
skartgripi, reykelsi, poncho og margt
fleira á andlega sviðinu.
Við bjóðum ykkur velkomin og að
sjálfsögðu er alltaf heitt á tekatlinum.
Verslunin er opin virka daga frá kl. 11-18
og laugardaga frá kl. 11-14.
Strandgata 11, Hafnarfjörður l Sími 512 3777 l www.kailash.is
®
SAMGÖNGUR Enn gæti verið langt í
að fyrirtækið ECA fái nauðsynleg
leyfi til að hefja flugtengda starf-
semi á Keflavíkurflugvelli, þrátt
fyrir að þegar hafi fimm starfs-
menn verið ráðnir til fyrirtækisins
og fyrsta þotan í flota fyrirtækisins
sé væntanleg í byrjun desember.
Í áliti sem Flugmálastjórn (FMS)
vann fyrir samgönguráðuneytið
kemur fram að verkefnið sé talið
flókið og reynsla af slíku sé ekki
til staðar hér á landi. Þess háttar
þekkingar væri hægt að afla „ef
fjármunir og vilji er fyrir hendi“,
en tímaramminn í því tilliti er að
sögn FMS mældur í árum en ekki
mánuðum.
Vélar ECA yrðu á ábyrgð
íslenskra yfirvalda við notkun
erlendis, en FMS veltir upp þeirri
hugmynd að jafnvel væri hægt að
skrá þær erlendis, án þess að það
myndi hafa í för með sér minni
umsvif hér á landi. Þar segir að
„nær jafn mörg störf ættu að skap-
ast við starfsemina hér á landi“.
Þar segir einnig að undirbúning-
ur þessa verkefnis myndi hlaupa á
tugum milljóna og FMS geti ekki
lagt út í slíkt án fjárveitingar.
Í greinargerð á vef samgöngu-
ráðuneytisins segir að ráðherra
muni á næstu dögum gera ríkis-
stjórn grein fyrir málinu og niður-
stöðu sinni. - þj
Flugmálastjórn telur flugtengdan rekstur ECA á Keflavíkurflugvelli flókinn:
Enn virðist langt í land fyrir ECA
LANGT Í LENDINGU Flugmálastjórn telur
að það verði flókið að leiða málefni ECA
til lykta. NORDICPHOTOS/AFP
UPPLÝSINGATÆKNI Vodafone fær
aðgang að ljósleiðara NATO sem
er í umsjá og að hluta í eigu Mílu,
samkvæmt nýrri ákvörðun Póst-
og fjarskiptastofnunarinnar
(PFS). Tengingu á helstu staði á að
vera lokið fyrir 15. desember, að
því er fram kemur í ákvörðuninni.
Eftir útboð samdi Vodafone í byrj-
un þessa árs við Varnarmálastofn-
un um leigu á ljósleiðara í kapli
NATO. Míla á fimm ljósleiðara-
strengi í kaplinum, en þrír eru á
forræði utanríkisráðuneytisins.
Í ákvörðuninni er hafnað rökum
Mílu (sem á og rekur fjarskipta-
net Símans) um að kröfugerð
Vodafone um aðgang hefði átt að
beina til utanríkisráðuneytisins
og um að Varnarmálastofnun, sem
leigði Vodafone einn ljósleiðara í
kapli NATO, hefði ekki heimild til
fjarskiptastarfsemi.
PFS vísar til þess að samkvæmt
ákvörðun stofnunarinnar frá
árinu 2007 og með vísan til fjar-
skiptalaga hvíli sú kvöð á Mílu að
veita aðgang að kaplinum. „Míla
ehf. skal hafa forræði á því hvern-
ig uppsetningu verður háttað og
leggja til nauðsynlegar teikning-
ar ef þurfa þykir. Fyrirtækið skal
hafa hliðsjón af þeirri lýsingu
sem fram kemur í erindi Og fjar-
skipta,“ segir jafnframt í ákvörð-
uninni. Um leið er áréttað að Míla
megi rukka Vodafone um kostnað
vegna breytinga sem ráðist verði
í til að veita aðganginn.
„Við fögnum að sjálfsögðu
niðurstöðunni, enda er óheftur
aðgangur að ljósleiðaranum,
sem við greið-
um fyrir sam-
kvæmt samn-
ingi við hið
opinbera, for-
senda þess að
samkeppni
skapist í gagna-
flutningum
um landið,“
segir Hrann-
ar Pétursson,
upplýsingafull-
trúi Vodafone. „Fyrirtæki hafa
þurft að kaupa gagnasambönd
Mílu, sem hefur verðlagt þjón-
ustuna í samræmi við stöðu sína
á markaðnum,“ segir hann og
boðar aukna þjónustu þar sem
samkeppni hafi verið takmörkuð
þar til nú.
PFS hafnaði kröfu um að Míla
yrði beitt dagsektum vegna drátt-
ar tengingar Vodafone við kapal-
inn. „Eins og málavöxtum er hátt-
að verður að telja að sá dráttur
sem orðið hefur á málinu sé ekki
eingöngu af völdum Mílu, held-
ur sé hann að hluta til á ábyrgð
Varnarmálastofnunar sem gagn-
aðila fyrirtækisins, meðal annars
með því að draga að tilkynna um
fjarskiptastarfsemi sína og ganga
frá óleystum atriðum varðandi
eignarhaldið á strengnum,“ segir
í ákvörðuninni.
Ekki náðist í Evu Magnúsdóttur,
forstöðumann sölu hjá Mílu.
Fyrirtækið getur innan fjögurra
vikna skotið ákvörðun PFS til
úrskurðarnefndar fjarskipta- og
póstmála. olikr@frettabladid.is
HRANNAR
PÉTURSSON
Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Með aflagningu Varnarmálastofnunar færast verkefni
hennar til í stjórnkerfinu. Stofnunin samdi í byrjun þessa árs um að veita Vodafone
aðgang að ljósleiðurum í ljósleiðarakapli NATO sem hringtengir landið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Mílu gert að
veita Voda-
fone aðgang
PFS hefur gert Mílu að veita Vodafone aðgang að
ljósleiðara NATO. Kröfu Vodafone um dagsektir var
hafnað. Frestur er gefinn til 15. desember.
LÖGREGLUMÁL Ökumaður missti
stjórn á bifreið sinni á höfuðborg-
arsvæðinu um kvöldmatarleytið
í fyrrakvöld með þeim afleiðing-
um að bíllinn rann upp á gang-
stétt og hafnaði þar á sextán ára
unglingspilti.
Pilturinn var fluttur á slysa-
deild. Hann reyndist óbrotinn og
ekki alvarlega slasaður.
Talið er að hálka hafi valdið
þessu óhappi, sem varð við
Austurberg á móts við Norður-
fell, samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar. - jss
Hálka í Breiðholti olli óhappi:
Bíll hafnaði á
unglingspilti
DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri
hefur verið dæmd í ellefu mán-
aða fangelsi fyrir að stela bíl í
Reykjavík. Honum ók hún um
höfuðborgarsvæðið og síðan
áleiðis til Eyrarbakka. Hún hafði
áður verið svipt ökuréttindum.
Fyrir dómi játaði konan brot
sín. Hún gerði jafnframt grein
fyrir aðstæðum sínum og við-
leitni til að vera án fíkniefna.
Með broti sínu nú raufkonan
skilorð 10 mánaða skilorðsdóms
frá 2008. - jss
Kona dæmd í héraðsdómi:
Ellefu mánuðir
fyrir bílstuld