Fréttablaðið - 05.11.2010, Page 28

Fréttablaðið - 05.11.2010, Page 28
 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR4 Tjarnarbíó stendur fyrir fjölskyldudögum alla sunnudaga í nóv- ember og desember, þar sem áhersla verður lögð á leiksýningar, tónleika, upplestur, dans og fleira. Stopp leikhópurinn ríður á vaðið næsta sunnudag klukkan 14 með sýninguna Bólu-Hjálmar. „Núna rignir yfir okkur jólahlað- borðsauglýsingum þar sem taldir eru upp strútshalar í einhverjum framandi sósum, sem enginn kann- ast við að hafa borðað á jólum! Við vildum búa til heimilislegt „ömmu jólahlaðborð“ á Tíu dropum, með smá nýjungum,“ segir Her- mann Fannar Valgarðsson, annar tvíeykisins Hemma og Valda. Þeir félagar tóku við rekstri kaffihússins Tíu dropa fyrir rúmu ári en fyrir ráku þeir kaffihúsið Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda á Laugaveginum. Hermann segir kræsingarnar á jólahlaðborði Tíu dropa allar eldað- ar upp úr uppskriftum frá fjölskyld- um þeirra sjálfra og á matseðlinum má meðal annars sjá rétti eins og Karrísíld með eplum og hænueggj- um að hætti ömmu Sirríar. „Við höfum safnað uppskriftum frá ömmum okkar og víðar. Ragnar Pétursson kokkur býr meðal ann- ars til rækjumús sem mamma hans fann upp og enginn hefur smakk- að utan hans fjölskyldu. Ragnar er mjög sniðugur og útsjónarsamur og á matseðlinum er matur sem allir ættu að þekkja en með einhverjum smá breytingum. Þetta eru ekki margir réttir, við vildum frekar gera hvern rétt veglegan. Það fer enginn svangur héðan.“ Kaffihúsið Tíu dropar tekur um fimmtíu manns í sæti og verða jólahlaðborðin á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum. Hermann lofar huggulegri stemm- ingu, gestir þurfi ekki að flýta sér að borða. „Fólk getur setið rólegt fram eftir kvöldi. Það er sniðugt fyrir hópa að koma saman á Tíu dropa því héðan er stutt að rölta í gleði í bænum eftir matinn. Eins verða óvænt skemmtiatriði á jólahlað- borðinu og eins víst að harmon- ikkuleikari detti inn og taki nokkur lög.“ heida@frettabladid.is Að hætti ömmu Sirríar Vertíð jólahlaðborðanna er hafin og úrvalið af framandi kræsingum ótæmandi. Á litlu kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur er þó hægt að komast í jólakræsingarnar eins og amma gerði þær. Græna ljósið stendur fyrir bíódögum í Bíó Paradís frá 12. nóvem- ber. Þar verða sýndar sjö heimildarmyndir, þeirra á meðal er ný íslensk heimildarmynd um fálkasmygl sem hefur vakið heims- athygli. www.bioparadís. Hermann Fannar Valgarðsson og Valdimar Geir Halldórsson lofa heimilislegri ömmu- stemmingu á jólahlaðborðinu á Tíu dropum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Laugavegi 40 Sími 553 1144 • minervashop.is Opnunartími Mán-fös. 11-18 Laugardaga 11-16 Langur lau. 11-17 TILBOÐ Á WOLFORD 70 DEN SOKKABUXUM VERÐ KR. 3.990 LITUR: SVART STÆRÐIR: S – XL. SIGURBOGINN.IS Barnafatnaður frá Ej sikke lej , Mini A Ture, Bifrost og Danefae. Sokkabuxur frá Melton og íslensku merkin Rendur og Sunbird . 20% afsláttur á öllum vörum frá Ej sikke lej, Mini A Ture og Bifrost. Laugavegi 61 - 101 Reykjavík - S: 552 7722 ÍSLENSK JÓLAGJÖF ÍSLENSK HÖNNUN KRAUM AÐALSTRÆTI, KJARVALSSTÖÐUM, HAFNARHÚSI OG HÖNNUNARSAFNI Í GARÐABÆKrakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkasíðan krakkar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.