Fréttablaðið - 05.11.2010, Side 32
4 föstudagur 5. nóvember
Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni.
Netfangið er kynlif@frettabladid.is
Á RÚMSTOKKNUM
Sigga Dögg kynfræðingur
N
ý kynslóð leikara og söngvara er komin fram á sjónarsviðið og er
að taka við kyndlinum af Johnny Depp og Brad Pitt sem heitustu
menn heims. Þessi nýja kynslóð karlmanna virðist annars vegar
skiptast í harðjaxla á borð við Jason Statham og Tom Hardy og
„metró“ menn með bresku hefðarívafi hins vegar líkt og Theo
Hutchcraft, söngvara bresku hljómsveitarinnar Hurts.
Vel snyrtir karlmenn þykja með þeim heitustu í dag:
Vel snyrtir herra-
menn slá í gegn
Heillandi Stjarna Ryans Gosling
hefur risið hratt undanfarin ár og þykir
hann bæði efnilegur leikari og sér-
staklega laglegur.
Harðjaxl Margar konur
hafa fallið fyrir hrárri
karlmennsku breska
hasarleikarans Jasons
Statham.
Karlmennskan uppmáluð Breski
leikarinn Tom Hardy þykir sérstak-
lega myndarlegur og ekki skemma
ótvíræðir leikhæfileikar fyrir heldur.
Hann þykir karlmennskan uppmál-
uð, vöðvastæltur og svolítið eins og
óslípaður demantur.
Sænskur sjarmur Sænski
leikarinn Alexander Skarsgard
sló í gegn sem vampíran Eric í
sjónvarpsþáttunum True Blood.
Hann er gott dæmi um hinn
vel hirta sjentilmann, ávallt vel
greiddur og vel klæddur.
NORDICPHOTOS/GETTY
Breskur herramaður Theo
Hutchcraft, söngvari hljómsveit-
arinnar Hurts, þykir afskaplega
myndarlegur og heillar stúlkurn-
ar upp úr skónum með vel greitt
hárið og dáleiðandi brún augu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Þessir komust líka á listann
Fótboltakappinn Diego Forlán vakti mikla
lukku meðal kvenkynsáhorfenda heimsmeist-
aramótsins í fótbolta í sumar. Það er engin
furða enda er maðurinn íþróttamannslega
vaxinn og með dásamlega falleg blá augu.
Bandaríski leikarinn James Franco komst
einnig hátt á lista yfir myndarlegustu menn-
ina í dag. Suðrænn og seiðandi.
Flottur fýr Jon Hamm sló
í gegn í sjónvarpsþáttunum Mad Men. Lýs-
ingin hávaxinn, dökkur og myndarlegur
passar fullkomlega við herra Hamm.
Virker fr
a dag 1
Fjerner
træthed
Giver ny
energi
Kender du fornemmelsen af at være
træt på de forkerte tidspunkter? Så skal
du prøve Ènaxin, der hver dag hjælper tusindvis af mennesker
til at slippe af med trætheden og få ny energi.
Ènaxin er et helt specielt naturpræparat, hvor virkningen kommer
fra flere urter på en gang. Det giver en mere kraftfuld effekt, som du
mærker allerede fra dag 1 - en rigtig god grund til at prøve Ènaxin.
Ènaxin fås hos Matas, på apoteket,
i helsekostforretninger og på
www.mezina.dk.
TR
ÆT I UTIDE?ER
TU
SÍÞREYTT(UR)?
Þekkir þú tilfinninguna að vera þreytt(ur) á óheppilegum augnablikum?
ÉNAXIN hjálpar þúsundum manna hvern dag að losna við
þreytu, leiða og orkuleysi.
ÉNAXIN er náttúrulegt efni unnið úr öflugum og heilnæmum jurtakjörnum
sem gefur þér orku og kraft strax. Mjög áhrifarík mixtúra eða töflur
sem virka frá fyrsta degi – prófaðu ÉNAXIN strax í dag.
Þú færð ÉNAXIN í heilsubúðum,
apótekum og heilsuhillunum
í Fjarðarkaup og Hagkaup.
ORKA BEINT FRÁ NÁTTÚRUNNI
Virkar fr
á fyrsta
degi
Losar þ
ig við þr
ytu
ÉNAXIN er ein vinsælasta heilsuvaran á Norðurlöndunum og nú fáanleg á Íslandi.
Af mömmustrákum og samlífi
? Hæ Sigga Dögg. Ég er tiltölulega nýbyrjuð að hitta strák, við erum bæði tví-tug og búum bæði enn þá heima hjá foreldrum okkar. Ég gisti oftar heima
hjá honum og hef tekið eftir að mamma hans sér um allt fyrir hann. Mér finnst
það ótrúlega hallærislegt og er hrædd um að þetta verði kannski svona líka ef
við ætlum einhvern tímann að flytja saman.
Svar: Ég skil áhyggjur þínar og þær eru réttmætar en kannski óþarfar.
Það er eitt að búa heima hjá foreldrum sínum, annað að búa einn í íbúð og
svo enn annað að fara í sambúð. Skítaþröskuldur fólks er misjafn. Sumum
finnst mikilvægt að búa um rúmið, þrífa baðherbergið og vaska upp, en
öðrum ekki. Það sem þú því stendur frammi fyrir með kærastanum þínum
er spurning um skítaþröskuld og hvort ykkar þröskuldur sé sambærileg-
ur. Ef honum finnst óþarfi að búa um rúmið en þér finnst það mjög mikil-
vægt þá er ekki ósennilegt að það gæti lent á þér að búa um það. Það sem
er mikilvægast í þessu er að tala saman og komast að sameiginlegri niður-
stöðu og skipuleggja verklag eftir því. Þetta gæti krafist þó nokkurra mála-
miðlana en það er líka grundvöllur sambands. Gangi þér vel!
? Sæl Sigga Dögg. Ég var að eignast mitt fyrsta barn fyrir 9 vikum. Ég er sú fyrsta í vinahópnum sem eignast barn og þess vegna veit ég ekki alveg hvert
ég á að leita í sambandi við spurningar sem vakna varðandi kynlíf eftir barnsburð.
Ég rifnaði svolítið í fæðingunni og er enn að gróa, sambýlismaður minn er þó orð-
inn nokkuð óþolinmóður, enda langt um liðið síðan við sváfum síðast saman. Ég er
samt enn þá að jafna mig bæði eftir fæðinguna og er ekkert alltof hress með vöxt-
inn og er þess vegna ekki jafn óþolinmóð og hann. Hvenær er eðlilegt að fólk byrji
aftur að stunda kynlíf og er eitthvað sem þarf að passa upp á?
Svar: Innilega til hamingju! Í rannsókn frá 2004 greindu 80% nýbakaðra
mæðra frá kynlífsvandkvæðum þremur mánuðum eftir fæðingu barns, og
hjá 66% þeirra kvenna voru vandkvæði enn til staðar þremur mánuðum
seinna. Algengasta vandamálið var lítil kynlífslöngun sem stafaði af lík-
amlegum og sálfélagslegum atriðum. Líkt og þú nefnir, þá tekur það tíma
að jafna sig líkamlega eftir fæðinguna. Það sem þú ert að upplifa er því
alls ekkert óeðlilegt eða óalgengt. Bati eftir fæðingu og andleg líðan er ein-
staklingsbundin og því verður hver að finna fyrir sig hvenær rétti tíminn
er. Sum pör segjast byrja að stunda kynlíf nokkrum vikum eftir fæðingu
á meðan önnur bíða í allt að ár. Mig langar hins vegar að benda þér á að
kynlíf er meira en samfarir og því má gera ýmislegt annað sem gæti full-
nægt ykkur báðum. Mikilvægast er að ykkur líði báðum vel því meirihluti
kynlífs fer fram í heilanum og því skiptir höfuðmáli að vera tilbúinn. Ef þú
ert hikandi varðandi einhver líkamleg atriði þá finnst mér sjálfsagt að þú
minnist á það við lækninn þinn og í framhaldinu getur þú spurt hvort hann
telji að þú þurfi að varast eitthvað þegar kemur að samförum.